Ársskýrsla Festi
2020

Forsíðu mynd
Forsíðu mynd

Lykiltölur

EBITDA

7.057 millj. kr.

Framlegð af vörusölu

22,8%

Laun/framlegð

55,5%

Arðsemi eiginfjár

7,8%

Eiginfjárhlutfall

35,7%

Handbært fé frá rekstri

4.387 millj. kr.

EBITDA og EBITDA/Heildarvelta

Heildartekjur, EBITDA og hagnaður ársins

Heildarlaun og meðallaun per stöðugildi

Efnahagur í árslok

Nettó vaxtaberandi skuldir

Eigið fé og eiginfjárhlutfall

FESTI

í forystu til framtíðar

Festi er eignarhaldsfélag leiðandi fyrirtækja sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi með sölu á dagvörum, eldsneyti, raforku og raftækjum.

Hlutverk Festi er að veita rekstrarfélögum sínum stuðning við að uppfylla kröfur viðskiptavina þannig að þau geti áfram verið í farabroddi í þjónustu- og vöruframboði um land allt. Festi leggur rekstrarfélögum sínum til stoðþjónustu m.a. á sviði fjármála, reksturs og viðskiptaþróunar.

86

Afgreiðslustaðir eldsneytis

26

Matvöruverslanir

6

Raftækjaverslanir

13

Afgreiðslustaðir rafhleðslu

11

Hjólbarða- og smurverksstæði

2

Vöruhús

18

Milljón afgreiðslur

1.819

Starfsmenn

Ár samþættinga mynd

Ár heimsfaraldurs

Í upphafi árs voru talsverðar væntingar bundnar við að íslenskt efna­hags­líf myndi ná sér á strik eftir erfiðleika ársins 2019 þegar ýmis áföll dundu á, m.a. gjaldþrot flugfélagsins Wow sem hafði mikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Þær væntingar urðu að engu í lok febrúar þegar  COVID-19 kom fram á sjónarsviðið og hafði umtalsverð áhrif á allan rekstur samstæðunnar. Ýmsar takmarkanir sem sóttvarnarlæknir og stjórnvöld settu höfðu mikil áhrif á fyrirtæki samstæðunnar, ekki síst á rekstur N1, þar sem fólk var beðið að halda sig heima en félagið byggir afkomu sína á því að þjónusta fólk um allt land sem er á ferðinni.

DÓTTURFÉLÖGIN

Fyrirtæki samstæðunnar

Krón­­­an rek­­­ur 26 versl­an­­­ir und­­­ir merkj­­­um Krón­unn­­­ar og Kr. Lof­orð Krón­unn­­­ar er fyrst og fremst að koma réttu vöru­úr­vali í hend­­­ur við­­­skipta­vina á eins ódýr­­­an hátt og mög­u­­­legt er.

N1 er orku­­­sali Festi sam­­­stæð­unn­­­ar og sér fólki og fyr­ir­tækj­­­um fyr­­­ir elds­­­neyti, raf­­­orku, rekstr­­­ar­vör­­­um, veit­ing­­­um og af­­­þr­ey­ingu á þjón­ust­u­­­stöðv­­­­­um fé­lags­ins um allt land.

ELKO er stærsta raf­­­tækja­versl­un lands­ins og rek­­­ur fimm versl­an­­­ir í dag ásamt einni stærstu vef­versl­un lands­ins. Verslanir ELKO eru staðsettar í Lindum, Skeifunni, Granda, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á Akureyri.

Bakk­inn vöru­hót­­­el rek­­­ur tvö vöru­hús, í Skarfa­­­görð­­­um og Kletta­­­­­görð­­­um, sem sér­­­hæfa sig í vöru­hýs­ingu, pökk­un, vöru­­­merk­ingu, af­greiðslu og dreif­ingu á vör­­­um fyr­­­ir við­­­skipta­vini.

Festi fast­­­eign­­­ir sér­­­hæf­­­ir sig í út­­­­­leigu at­vinn­u­hús­næð­­­is til fé­laga í versl­un­­­ar­­­rekstri og eru fast­­­eign­irn­­­ar að mestu leyti í út­­­­­leigu til dótt­­­ur­­­fé­laga Festi.

Við viljum leggja okkar að mörkum

Sam­félagsábyrgð Festi

Stefna Festi og dótturfélaga er að vera í forystu til framtíðar og er samfélagsleg ábyrgð mikilvægur þáttur í þeirri vegferð. Festi hf. og dótturfélög vinna stöðugt að því að auka samfélagslega ábyrgð í samræmi við kjarnastarfsemi félaganna. Hún verður sífellt veigameiri þáttur í rekstri þeirra og nær til allra þátta félaganna og aðfangakeðju.