Samfélagsábyrgð
Festi er eignarhaldsfélag leiðandi fyrirtækja sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi með sölu á dagvörum, eldsneyti, raforku og raftækjum.
Hlutverk Festi er að veita rekstrarfélögum sínum stuðning við að uppfylla kröfur viðskiptavina þannig að þau geti áfram verið í farabroddi í þjónustu- og vöruframboði um land allt. Festi leggur rekstrarfélögum sínum til stoðþjónustu m.a. á sviði fjármála, reksturs og viðskiptaþróunar. Markmið Festi er að stýra fjárfestingum samstæðunnar með virðisaukandi hætti og styðja við virðisinnlausn rekstrarfélaga samstæðunnar með hagkvæmri stoðþjónustu og styðja þannig við sameiginlega virðissköpun innan samstæðunnar til framtíðar og að verða traustur fjárfestingarkostur og traustur eigandi.
Stefna Festi og dótturfélaga er að vera í forystu til framtíðar og er samfélagsleg ábyrgð mikilvægur þáttur í þeirri vegferð. Festi hf. og dótturfélög vinna stöðugt að því að auka samfélagslega ábyrgð í samræmi við kjarnastarfsemi félaganna. Hún verður sífellt veigameiri þáttur í rekstri þeirra og nær til allra þátta félaganna og aðfangakeðju. Ýmis svið falla undir þá vinnu, svo sem umhverfismál, siðareglur, sanngjarnir starfshættir, samfélagsleg virkni og þróun og tengsl við samfélagið. Festi og dótturfélög hafa mótað sjálfbærnimarkmið tengd Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í samræmi við kjarnastarfsemi sína og gera þau grein fyrir þeim í samfélagsskýrslum sínum. Festi hf. og dótturfélög leggja áherslu á að vinna samkvæmt vottuðum stöðlum og viðurkenndum aðferðum.
Festi leggur áherslu á að styðja vel við rekstrarfélögin með stoðþjónustu og þeim fjárfestingum sem þau þurfa þannig að þau haldi áfram að ná þeim góða árangri sem til er ætlast og geti unnið að þeirri framtíðarsýn sem þau stefna að. Móðurfélagið leggur ríka áherslu á að öll félögin stundi heilbrigða og góða viðskiptahætti og styður þannig heimsmarkmið 8 um góða atvinnu og hagvöxt til framtíðar. Gildi Festi eru virði, hagkvæmni og traust og endurspeglast þau í markmiðum félagsins.
Festi og dótturfélög eru öll aðilar að FESTU, miðstöð um samfélagsábyrgð. Festi og dótturfélög eru þar að auki aðilar að Viðskiptaráði Íslands, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum atvinnulífsins, Dokkunni og Stjórnvísi.
Árlega leitar fjöldi félagasamtaka, stofnana og einstaklinga til félagsins um stuðning við góð málefni. Festi leggur áherslu og forvarnar- og íþróttastarf, en greint er nánar frá styrkjum og úthlutunum í samfélagsskýrslum rekstrarfélaga Festi.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Festi valdi fimm af 17 Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna til þess að leggja höfuðáherslu á næstu misserin. Félagið vill halda áfram að draga verulega úr úrgangi með forvörnum, meiri endurvinnslu og endurnotkun og styðjast þannig við heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu. Áfram verður stutt við loftslagsmarkmiðin með það að markmiði að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi félagsins. Þannig er unnið í anda heimsmarkmiðs 13: Aðgerðir í loftslagsmálum. Þá er haldið áfram með það góða starf sem öll fyrirtækin hafa tileinkað sér í kolefnisjöfnun á árinu. Sjá nánar yfirlit heimsmarkmiða Festi hf., undirmarkmið ásamt tengingu við UFS skýrslu hér að neðan.
Rekstrarfélög Festi hafa einnig mótað sjálfbærnimarkmið í samræmi við kjarnastarfsemi sína og tengt þau við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Nánar er greint frá markmiðunum í samfélagsskýrslum rekstrarfélaganna.
Sjálfbærniuppgjör Festi
Festi hf. hefur frá samruna gefið út heildrænt sjálfbærniuppgjör með hliðsjón af ESG leiðbeiningum NASDAQ samhliða ársskýrslu. Leiðbeiningarnar hafa áður verið gefnar út á ensku en í febrúar 2020 kom út útgáfa 2.0 á íslensku undir nafninu „UFS leiðbeiningar ESG Reporting Guide 2.0“. Leiðbeiningarnar taka á eftirfarandi þáttum með það að markmiði að mæla frammistöðu fyrirtækja og gera þau samanburðahæf. Rekstrarfélögin Bakkinn, ELKO, Krónan og N1 gefa einnig út sjálfbærniuppgjör í samræmi við UFS leiðbeiningar Nasdaq.
Umhverfi | Félagslegir þættir | Samfélagslegir þættir |
---|---|---|
E1. Losun gróðurhúsalofttegunda | S1. Launahlutfall forstjóra | G1. Kynjahlutfall í stjórn |
E2. Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda | S2. Launamunur kynja | G2. Óhæði stjórnar |
E3. Orkunotkun | S3. Starfsmannavelta | G3. Kaupaukar |
E4. Orkukræfni | S4. Kynjafjölbreytni | G4. Kjarasamningar |
E5. Samsetning orku | S5. Hlutfall tímabundinna starfskrafta | G5. Siðareglur birgja |
E6. Vatnsnotkun | S6. Aðgerðir gegn mismunun | G6. Siðferði og aðgerðir gegn spillingu |
E7. Umhverfisstarfsemi | S7. Vinnuslysatíðni | G7. Persónuvernd |
E8. Loftslagseftirlit/stjórn | S8. Hnattræn heilsa og öryggi | G8. Sjálfbærniskýrsla |
E9. Loftslagseftirlit/stjórnendur | S9. Barna- og nauðungarvinna | G9. Starfsvenjur við upplýsingagjöf |
E10. Mildun loftslagsáhættu | S10. Mannréttindi | G10. Gögn tekin út/sannreynd af ytri aðila |
UFS áhættumat
Reitun vann og útbjó skýrslu um UFS áhættumat á Festi árið 2020. Tilgangurinn með matinu er að greina og meta hvernig Festi stendur sig í völdum en mikilvægum ESG þáttum (e. environmental, social and governance). Á íslensku er hugtakið UFS (umhverfis-, félags- og stjórnarhættir). Áhætta þessara þátta, sem hefur mismikið vægi, er metin út frá stjórnun og árangri.
Samsteypan kemur vel út úr áhættumatinu og fær einkuninna B3. UFS heildareinkunn Festi er 68 stig af 100 mögulegum. Við útgáfu var það fyrir ofan meðaltal í samanburði við þá 30 innlenda útgefendur sem höfðu farið í gegnum UFS greiningu.
Stefna Festi
Markmið Festi | Tenging við | |||
Heiti markmiðs | Undirmarkmið | 2019 | 2020 | ESG |
---|---|---|---|---|
Að skila arðbærum og góðum rekstri | Heildartekjur ma. ISK | 86.7 | 87.3 | NA |
Að stunda heilbrigða viðskiptahætti | Miðla samfélags-ábyrgð fyrirtækisins í ESG skýrslum | Krónan, Festi og N1 | Festi, Bakkinn, ELKO, Krónan og N1 | 94G8 |
Rekstrarfélög Festi
Festi og rekstrarfélög samanstanda af um 200 starfsstöðvum í rekstri víðsvegar um landið, auk fasteigna í útleigu. Starfsemi félagsins er þess eðlis að nauðsynlegt er að afla ýmissa leyfa og heimilda frá þar til bærum yfirvöldum. Starfsstöðvar rekstrarfélaga Festi eru flest allar starfsleyfisskyldar og lúta fjölmörgum lögum, reglugerðum og reglum og heyra þau undir eftirlit stjórnvalda og viðeigandi eftirlitsaðila. Á hverju ári eru gerðar úttektir á starfsleyfisskyldri starfsemi rekstrarfélaga Festi hjá eftirlitsaðilum í viðkomandi sveitarfélagi og úr þeim er unnið í samráði við viðkomandi eftirlitsaðila.
Öll rekstrarfélög Festi eru jafnlaunavottuð samkvæmt ÍST 85:2015 af iCert. Auk lögbundinna úttekta er umhverfisstjórnunarstaðallinn ISO 14001 á 18 þjónustustöðvum N1 tekinn út af Vottun hf. Öll ellefu hjólbarðaverkstæði N1 eru vottuð Michelin Quality Dealer, úttektaraðili er SCA í Danmörku. Bakkinn Klettagörðum og smurolíuafgreiðsla N1 eru vottuð af Exxon Mobil. Allar matvöruverslanir Krónunnar eru Svansvottaðar en Umhverfisstofnun annast úttektir.
Fjöldi starfsstöðva Festi og rekstrarfélaga | ||||
---|---|---|---|---|
Skrifstofur Festi og rekstrarfélaga | 2 | |||
Bakkinn vöruhús | 2 | |||
ELKO raftækjaverslun og vefverslun | 6 | |||
Krónan matvöruverslun, Kr. og vefverslun | 26 | |||
N1 þjónustu- og bensínstöðvar | 29 | |||
N1 sjálfsafgreiðslustöð og umboðsmenn | 57 | |||
Rafhleðslustöðvar N1, Tesla og ON | 13 | |||
N1 metanafgreiðslustöð | 1 | |||
N1 bátadælur | 49 | |||
N1 hjólbarða- og smurverkstæði | 11 | |||
N1 verslun | 6 |
Umhverfismál eru gríðarlega mikilvæg í starfsemi rekstrarfélaga Festi lögð hefur verið áhersla á að minnka kolefnisspor þeirra með markvissum aðgerðum. Í ár gefa fjögur af fimm rekstrarfélögum Festi einnig út sjálfbærniskýrslur í samræmi við UFS markmið Nasdaq. Í skýrslunum verður gerð nánari grein fyrir starfsemi félaganna, markmiðum í umhverfismálum, losun CO2 og markmiðum þeirra tengdum 17 Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Bakkinn vöruhótel rekur tvö vöruhús sem sérhæfa sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu á vörum fyrir viðskiptavini sem kjósa að úthýsa vöruhúsastarfsemi sinni að einhverju eða öllu leyti. Starfsemi Bakkans er mikilvægur hlekkur í aðfangakeðju samsteypunnar með dreifingu og afhendingu á vörum fyrir rekstrarfélög Festi. Bakkinn leggur áherslu á skilvirkni í þjónustu og hagkvæmni í öllum ferlum. Á árinu var nýtt vöruhúsakerfi tekið í notkun til að efla öryggi pantana og tryggja rauntíma afhendingu. Bakkinn gefur nú út sína fyrstu samfélagsskýrslu í samræmi við ESG viðmið Nasdaq.
Samfélagsskýrslu Bakkans má nálgast hér.
ELKO er stærsta raftækjaverslun landsins og rekur sex verslanir, þar af eina vefverslun. Á árinu var opnuð glæsileg raftækjaverslun ELKO á Akureyri. Markmiðið er að bjóða þekkt vörumerki raftækja á lágu verði og hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni. Með viðskiptasamningi við Elkjöp er stuðlað að lægsta raftækjaverði á Íslandi. ELKO stuðlar að umhverfisvernd með margvíslegum hætti svo sem að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgang frá starfsemi og auka endurvinnslu auk þess að koma eldri raftækjum í endurvinnslu fyrir viðskiptavini. Viðskiptavinir geta skilað inn gömlum símum og tölvum og sé tækið metið hæft til endurnýtingar fær viðskiptavinurinn inneign. Með þessum hætti hafa 2.000 notuð raftæki frá íslenskum neytendum farið í hringrásarhagkerfið og endursölu hjá Replace. Vegna aukinnar sölu á rafmagnshlaupahjólum gaf ELKO út bækling um örugga notkun rafmagnshlaupahjóla til að efla öryggi notenda í samfélaginu. ELKO gefur nú út sína fyrstu samfélagsskýrslu í samræmi við ESG viðmið Nasdaq.
Samfélagsskýrslu ELKO má nálgast hér.
Festi fasteignir á og rekur 98 fasteignir samstæðunnar með það að markmiði að fjárbinding í fasteignum sé arðbær og/eða styðji við kjarnastarfsemi félagsins. Festi fasteignir sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis til félaga í verslunarrekstri. Fasteignirnar eru að mestu leyti í útleigu til dótturfélaga undir rekstur þeirra en einnig er hluti fasteigna í útleigu til ótengdra aðila. Félagið heldur einnig utan um framkvæmdir á vegum rekstrarfélaga Festi hf. Festi fasteignir gefur ekki út sér samfélagsskýrslu þar sem félagið er rekið í gegnum Festi hf.
Krónan er lágvöruverslun sem leggur áherslu á ferskvöru, hún rekur 26 verslanir undir merkjum Krónunnar, Kr og vefverslun Krónunnar. Á árinu voru opnaðar 3 nýjar Krónubúðir og vefverslun Krónunnar. Markmið Krónunnar er að koma réttu vöruúrvali í hendur neytenda á eins ódýran hátt og mögulegt er. Allar verslanir Krónunnar eru Svansvottaðar, fyrstar dagvöruverslana á Íslandi. Kröfur Svansins fyrir dagvöruverslanir ná yfir umhverfisþætti í rekstri verslana, svo sem matarsóun og flokkun úrgangs, orkunotkun, og framboð lífrænna og umhverfisvottaðra vara. Krónan er þátttakandi í landsátakinu Þjóðþrif og sendir endurvinnanlegt plast sem fellur til frá rekstri til Pure North Recycling. Verkefnið eflir samfélagslega ábyrgð, fellur inn í hringrásarhagkerfið og tryggir, með vottuðu ferli, að plastefni séu í raun endurunnin og þar af leiðandi ekki urðuð, brennd eða send óunnin til annarra landa. Krónan gefur út aðra samfélagsskýrslu sína í samræmi við ESG viðmið Nasdaq í mars 2020, sú fyrsta hlaut viðurkenningu Festu- miðstöðvar um samfélagsábyrgð, Stjórnvísi og Viðskiptaráðs Íslands.
Samfélagsskýrslu Krónunnar má nálgast hér.
N1 er orkusali samstæðunnar og sér fólki, heimilum og fyrirtækjum fyrir eldsneyti, raforku, rekstrarvörum, hjólbarða- og smurþjónustu, veitingum og afþreyingu á þjónustustöðvum félagsins um allt land. Hlutverk N1 er að halda samfélaginu á hreyfingu með persónulegri þjónustu og markvissu vöruúrvali sem uppfyllir kröfur viðskiptavina hvert sem ferð þeirra er heitið. Það er stefna N1 að vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi og þjónusta viðskiptavini sama hvort þeir aka um á bensín-, dísil-, metan- eða rafmagnsbílum. Festi styður við það markmið með fjárfestingum. Með kaupum á öllu hlutafé í Íslenskri Orkumiðlun ehf. á árinu er N1 einnig með leyfi til að stunda raforkuviðskipti bæði til fyrirtækja og almennings. Það rafmagn kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum, annaðhvort vatnsafli eða jarðvarma. N1 er með 86 eldsneytisafgreiðslur, 13 rafhleðslustöðvar ýmist undir eigin nafni eða í samvinnu við Tesla og ON ásamt einni metanafgeiðslustöð fyrir bifreiðar. Af 86 eldsneytisafgreiðslum eru 27 þjónustustöðvar sem einnig bjóða upp á veitingar og hollari skyndibita undir vörumerkinu Nesti og Ísey. 18 þeirra eru vottaðar samkvæmt umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. N1 rekur einnig 11 smur- og hjólbarðaverkstæði, hjólbarðaverkstæðin eru öll vottuð samkvæmt gæðakröfum Michelin. Að auki rekur N1 4 fyrirtækjaverslanir, 6 fyrirtækjaverslanir „in store“ eða hjá umboðsmanni, 5 hjólaviðgerðarstanda og 49 bátadælur víðsvegar um landið. N1 hefur undanfarin sex ár gefið út samfélagsskýrslu fyrst í samræmi við GRI-G4 en síðustu tvö ár í samræmi við ESG viðmið Nasdaq.
Samfélagsskýrslu N1 má nálgast hér.
Rekstrarfélög Festi hafa komið sér upp viðbragðsáætlunum en í þeim eru skilgreindar og skrifaðar aðgerðaráætlanir og vinnureglur vegna yfirvofandi váar. Í gegnum árin hafa þær verið uppfærðar og aðlagaðar vegna mismunandi váa, náttúruhamfara auk annarra sviðsmynda og fyrir einstaka landshluta þar sem hætta hefur verið yfirvofandi. Þær taka tillit til náttúruhamfara, rafmagnsleysis, inflúensufaraldra, lokun sóttvarnasvæða o.fl. Aðgerðaráætlanirnar eru gerðar með það að markmiði að halda eins órofnum rekstri og hægt er í þeim sviðsmyndum sem kunna að koma upp ásamt því að lágmarka áhættu fyrir umhverfi og starfsmenn hverju sinni. Krónan og N1 hafa flokkast sem mikilvæg fyrir innviði og þurfa að geta miðlað nauðsynjavörum til almennings og viðbragðsaðila í vá.
Áhættumat fyrir Festi og rekstrarfélög var unnið í samvinnu við KPMG árin 2019 og 2020. Þar er tekið á öllum helstu áhættuþáttum í rekstri, samkeppni ásamt ófyrirséðum áhættuþáttum. Þeir þættir voru orsaka- og afleiðingargreindir og aðgerðir til að lágmarka áhættu skilgreindar. Í framhaldi var unninn aðgerðalisti til að lágmarka áhættur.
Umhverfisþættir (U)
Rekstrarfélög Festi hafa með ýmsum hætti dregið úr umhverfisspori sínu meðal annars með markvissri flokkun úrgangs ásamt ýmsum aðgerðum tengdum kjarnastarfsemi. Leitast er við að bjóða umhverfisvænni vörur og þjónustu, ásamt því að valda umhverfinu sem minnstum skaða með starfsemi félaganna.
Festi kolefnisjafnar beina losun, umfang 1, frá kjarnastarfsemi samsteypunnar, samtals 470,8 tonn CO2 árið 2020, með gróðursetningu sem samsvarar 4.708 trjáa í gegnum Kolvið fyrir Festi og rekstrarfélög þess.
Gróðurhúsalofttegundir (E1) | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|---|
Umfang 1 | tCO2í | 535,1 | 441,8 | 470,8 |
Umfang 2 (landsnetið) | tCO2í | 399,4 | 449,6 | 426,5 |
Umfang 3 | tCO2í | 926,6 | 751,1 | 769,8 |
Kolefnisspor án mótvægisaðgerða | tCO2í | 1.861,1 | 1.642,6 | 1.667 |
Samtals mótvægisaðgerðir | tCO2í | 509 | 468 | 470,8 |
Kolefnisspor með mótvægisaðgerðum | tCO2í | 1.352,1 | 1.174,6 | 1.196,2 |
Losunarkræfni (E2) | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|---|
Losunarkræfni orku | kgCO2í/MWst | 40,2 | 32,9 | 35,1 |
Losunarkræfni starfsmanna | tCO2í/stöðugildi | 2,44 | 1,42 | 1,46 |
Losunarkræfni tekna | kgCO2í/milljón ISK | 31,17 | 18,95 | 19,08 |
Losunarkræfni eiginfjár | kgCO2í/milljón ISK | 71,58 | 57,23 | 55,97 |
Losunarkræfni á hvern fermetra | kgCO2í/m² | 16,62 | 16,16 | 15,52 |
Heildar orkunotkun hjá Festi og rekstrarfélögum er 47.535.103 kWst eða 442,5 kWst/m2.
Orkunotkun (E3) | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|---|
Heildarorkunotkun | kWst | 46.264.043 | 49.919.188 | 47.535.103 |
Þar af orka frá lífeldsneyti | kWst | 497 | 2.921 | 3.759 |
Þar af orka frá jarðefnaeldsneyti | kWst | 2.099.645 | 1.734.360 | 1.900.156 |
Þar af orka frá rafmagni | kWst | 24.220.294 | 24.425.848 | 23.791.829 |
Þar af orka frá heitu vatni | kWst | 19.943.607 | 23.756.059 | 21.839.359 |
Bein orkunotkun Óbein orkunotkun | kWst | 2.100.142 | 1.737.281 | 1.903.915 |
Óbein orkunotkun | kWst | 44.163.901 | 48.181.907 | 45.631.188 |
Mikil vinna hefur verið lögð í að tengja gagnalindir við umhverfiskerfi Klappa grænna lausna undanfarin ár og verða þær tengingar sífellt öflugri. U3 taflan hér að ofan sýnir breytingar frá þeim tölum sem settar voru fram í ársskýrslu 2020 fyrir árið 2019. Festi lítur svo á að hér sé um leiðréttingu á raungögnum að ræða og að gögnin séu þar með réttari fyrir vikið.
Þrátt fyrir þessar leiðréttingar hefur notkun á heitu vatni og raforku minnkað á milli áranna 2019 og 2020 sem telja má benda til þess að mótvægisaðgerðir sem Festi og rekstrarfélög samsteypunnar hafa gripið til séu að skila sér. Gripið hefur verið til ýmissa mótvægisaðgerða til að draga úr notkun á rafmagni og vatni allt eftir eðli starfsemi viðkomandi rekstrareiningar, meðal annars með reglubundinni orkuvöktun af ýmsu tagi svo sem breytingu á búnaði, velja lokaða kæla og frysta, CO2 kælikerfi, tímastillingar, árstíðarskiptar stillingar á t.d. gólfhitakerfum, loftræsikerfum og snjóbæðslukerfum, LED ljós við útskipti ljósgjafa, og sólúrs birtuskynjara til að stýra útiljósum. Nánar má lesa um orkuvöktun rekstrarfélaga Festi í samfélagsskýrslum þeirra. Ætla má að aukin skráning sé einnig að skila betri upplýsingum til að vinna úr. Á árinu 2021 verður aukin kortlagning orkunotkunar þar sem rekstrarfélög Festi deila húsnæði með öðrum rekstri eða leigja húsnæði af öðrum. Felst hún meðal annars í því að greina betur hvar mætti bæta úr búnaði til þess að greina raunverulega orkunotkun en ekki áætlaða út frá fermetrafjölda, kostnaðargreina og koma með tillögur að betri birtingarmynd.
Hlutfall endurnýjanlegrar raforku hjá félaginu er 100%. 96% orkunotkunar hjá félaginu er endurnýtanleg orka og 4% er jarðefnaeldsneyti (bensín/dísill) fyrir bifreiðar.
Samsetning orku (E5) | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|---|
Jarðefnaeldsneyti | % | 4,5% | 3,5% | 4% |
Endurnýjanleg orka | % | 95,5% | 96,5% | 96% |
Heildarhlutfall flokkaðs úrgangs fyrir 2020 var 3,2% hærra en árið á undan og flokka allar starfsstöðvar Festi og rekstrarfélaga úrgang frá starfsemi sinni eins og hægt er með tilliti til aðstöðu flokkunaraðila í hverju sveitarfélagi.
Meðhöndlun úrgangs | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|---|
Samtals úrgangur | kg | 4,302,852 | 4,153,688 | 4,229,532 |
Þar af flokkaður úrgangur | kg | 2,699,675 | 2,922,117 | 3,092,230 |
Þar af óflokkaður úrgangur | kg | 1,507,642 | 1,231,571 | 1,137,302 |
Endurunnið / endurheimt | kg | 2,668,603 | 2,804,569 | 2,931,290 |
Urðun / förgun | kg | 889,997 | 1,348,269 | 1,298,092 |
Hlutfall flokkaðs úrgangs | % | 62.70% | 70.30% | 73.10% |
Hlutfall endurunnins úrgangs | % | 62.00% | 67.50% | 69% |
Festi og rekstrarfélög flokka úrgang í rúmlega 10 flokka eftir eðli starfseminnar. Tæplega 33% af úrgangi er bylgjupappi til endurvinnslu, hjólbarðar um 15%, almennt sorp í kringum 20% og lífrænn úrgangur til jarðgerðar er um 10% af úrgangi félagsins. Töluvert af þeirri flokkun sem á sér stað hjá samsteypunni er almennum viðskiptavinum ekki vel sýnileg. Margt að því sem gæti talist til úrgangs frá starfseminni fer viðskiptavinur með heim og flokkar þar, en til að koma til móts við viðskiptavini hafa Krónan og ELKO komið upp afpökkunarborðum og geta viðskiptavinir skilið eftir umbúðir þar. Það eru misjafnar áskoranir í rekstrarfélögum Festi við að fá viðskiptavini til liðs við að flokka sorp, en við munum halda ótrauð áfram að reyna að finna lausnir til að gefa þeim færi á því.
ELKO kaupir notuð raftæki frá neytendum og fyrirtækjum og endurselur þau til Replace þar sem þau fara í endurvinnslu og/eða endursölu. Öll gölluð eða ósöluhæf raftæki í síma- og tölvudeild ELKO sem falla til við rekstur verslana ELKO eru einnig seld erlendis til endurvinnslu. ELKO og N1 greiða gjöld til Úrvinnslusjóðs við innflutning raftækja sem tryggir ábyrga og örugga förgun þegar líftíma þeirra er lokið. N1 og ELKO taka einnig á móti rafhlöðum og rafgeymum á öllum sínum starfsstöðvum og er þeim fargað sem spilliefnum.
Pure North Recycling greindi á árinu ferli við endurvinnslu á flokkuðu plasti sem fellur til hjá Krónunni, N1, Bakkanum og ELKO með það að markmiði að greina tækifæri þeirra til að taka þátt í landsátakinu Þjóðþrif. Krónan er einn af stofnaðilum átaksins. Átakið eflir samfélagslega ábyrgð, fellur inn í hringrásarhagkerfið og tryggir, með vottuðu ferli, að plastefni séu í raun endurunnin og þar af leiðandi ekki urðuð, brennd eða send óunnin til annarra landa. Nánar má lesa um flokkun hjá rekstrarfélögum Festi í samfélagsskýrslum þeirra.
Sjötta árið í röð er ársskýrsla félagsins eingöngu gefin út á heimasíðu þess og er það táknrænn liður í margra ára breytingaferli Festi og rekstrarfélaga.
Umhverfisstefnur Festi og rekstrarfélaga eru af ýmsum toga og hafa verið misjafnlega formlegar. Festi hf. hefur ekki mótað formlega umhverfisstefnu en í Siðareglum félagsins er sérstakur liður þar sem kveðið er á um eftirfarandi: „Við sýnum umhverfinu virðingu og leitumst við að bjóða umhverfisvænar vörur og þjónustu. Við leggjum okkur fram um að valda sem minnstum skaða á umhverfinu með starfsemi félagsins og fylgjum viðurkenndum umhverfis-, gæða-, öryggis- og heilsufarsstöðlum“.
Krónan og N1 hafa unnið samkvæmt formlegum umhverfisstefnum í nokkur ár og má lesa nánar um þær í samfélagsskýrslum þeirra. Bakkinn og ELKO hafa ekki sett sér formlega umhverfisstefnu en hafa sett sér markmið og tengt þau Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Nánar má lesa um það í samfélagsskýrslum þeirra.
Engin umhverfisóhöpp urðu á árinu 2020 í starfsemi Festi. Hreinsunaraðgerðir á vegum N1 ehf. og Festi hf. vegna leka frá eldsneytisgeymi á sjálfsafgreiðslustöð N1 við Suðurbraut 9 á Hofsósi hafa staðið yfir frá 9. júní sl., eða um leið og tilskilið leyfi fékkst. Um leið og leki var staðfestur, í desember 2019, var umræddur geymir aflagður og tæmdur til að koma í veg fyrir frekari leka. Ekki reyndist unnt að hefja hreinsunaraðgerðir þá þegar m.a. vegna veðurs og í framhaldi aðstæðum sem sköpuðust vegna COVID-19 faraldursins. Hreinsunaraðgerðir og -tillögur hafa verið unnar í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra (HNV) og Sveitarfélagið Skagafjörð, að undangenginni olíumengunarrannsókn Verkís, vinnufundum með Olíudreifingu ehf. og samtölum fulltrúa N1 og Festi við HNV sem og önnur heilbrigðiseftirlit sem hafa farið í hreinsunaraðgerðir vegna olíuleka við íbúðarhús. N1 ehf. hefur falið sérfræðingum hjá Verkís sýnatökur og rannsóknir á Hofsósi í samræmi við tilmæli Umhverfisstofnunar, sem nýtt hefur sér heimild í lögum nr. 55/2012, um umhverfisábyrgð, til að gefa fyrirmæli um upplýsingagjöf og rannsóknir á svæðinu.
Við lítum umhverfisóhöpp í starfseminni mjög alvarlegum augum og eru þau sem betur fer afar fátíð. Fyrirbyggjandi viðbrögð við mengunaróhöppum eru margskonar, meðal annars er reglulegt eftirlit með geymum og nýstárlegur sítengdur vöktunarbúnaður notaður. Allir einfaldir tankar sem voru komnir á aldur voru þykktarmældir árin 2018 og 2019. Einnig hafa verið tekin í notkun fullkomin mælitæki, Inside 360°, á 65 stöðum og fleiri eru í innleiðingarferli. Sértækum mælibúnaði er komið fyrir inni í tönkum og mæla þeir sem nemur 0,30 cl óútskýrð frábrigði og gefa til kynna t.d. ef um leka frá tankinum er að ræða. Með því móti teljum við að hægt verði að koma í veg fyrir lekaóhöpp sér í lagi frá eldri geymum og geta einfaldir eldsneytisgeymar þjónað sínum tilgangi lengur án hættu á að þeir skaði umhverfi landsins. Þess ber að geta að allir neðan- og ofanjarðar eldsneytisgeymar frá árinu 2000 eru með tvöföldu byrði sem gerir það að verkum að nánast ómögulegt er að þeir leki út í umhverfið áður en þess verður vart.
Umhverfismál
Markmið Festi | Tenging við | |||
Heiti markmiðs | Undirmarkmið | 2019 | 2020 | ESG |
---|---|---|---|---|
Minnka matarsóun | Selja eða gefa matvöru á síðasta séns | 899.000 einingar seldar | E7 | |
Endurvinnsla | Endurvinnsla á öllum starfsstöðvum Festi eins og hægt er í viðkomandi sveitarfélagi | Hlutfall flokkaðs úrgangs 70,4% | Hlutfall flokkaðs úrgangs 73,1% | E1, E7 |
Forvarnir | Vottanir, Exxon Mobil, innri úttektir á starfsleyfisskildum rekstri með það að markmiði að kröfur séu uppfylltar og frávikalausar ytri úttektir. | Svansvottun 2 Krónuverslana, 18 þjónustu-stöðvar N1 ISO 14001 vottaðar, 11 hjólbarðaverkstæði Michelin vottun, Bakkinn Klettagarðar ExxonMobil vottun, sala á Svansvottuðum vörum | Svansvottun allra Krónuverslana, 18 þjónustu- stöðvar N1 ISO 14001 vottaðar, 11 hjólbarða- verkstæði Michelin vottun, Bakkinn Klettagarðar ExxonMobil vottun, sala á Svansvottuðum vörum | GS |
Umhverfismál
Markmið Festi | Tenging við | |||
Heiti markmiðs | Undirmarkmið | 2019 | 2020 | ESG |
---|---|---|---|---|
Áætlanir og markmið | Orkunotkun kWst/stöðugildi Orkunotkun kWst/m2 Áætlun um minni losun tCO2/stöðugildi | 43.108 491,1 1,42 | 41.515 442,5 1,46 | E4 E4 E2 |
Kolefnisjöfnun umfang 1 | Samningur við Kolvið | 468 tCO2 | 470.8 tCO2 | E1 |
Birgjamat | Birgjamat hjá Krónunni og ISO 14001 vottaðra stöðva hjá N1. Markmið birgjamat á stærstu birgja Festi og dótturfélaga | Ekki hafið, undirbúið 2020 | Ekki lokið | G5 |
N1 fer inn á raforku-markað | Kaup á Hlöðu Kaup á hlut í Íslenskri Orkumiðlun | Aukið aðgengi að hleðslu Flýtir fyrir orkuskiptum | N1 skilgreint sem orkusali Festi kaupir allt hlutafé í Íslenskri orkumiðlun | E10 E10 |
Samfélagsþættir (F)
Festi leggur mikla áherslu á velferð starfsmanna sinna, stuðlar að heilbrigðu líferni og jöfnum tækifærum. Stefna Festi og rekstrarfélaga er að laða að og halda í hæft og traust starfsfólk. Það er gert með því að skapa því gott og hvetjandi starfsumhverfi, efla það og styrkja með markvissri þjálfun og starfsþróun. Lögð er áhersla á að starfsfólk þekki hlutverk, stefnu og gildi félagsins í því skyni að ná betri árangri.
Stjórn Festi hefur skipað starfskjaranefnd. Hlutverk nefndarinnar er að vera leiðbeinandi fyrir stjórn um starfskjör stjórnarmanna og stjórnenda félagsins og ráðgefandi um starfskjarastefnu, sem tekin er til endurskoðunar ár hvert og lögð fyrir aðalfund félagsins. Nefndin skal jafnframt fylgjast með að starfskjör æðstu stjórnenda séu innan ramma starfskjarastefnu félagsins og gefa stjórn skýrslu þar um árlega í tengslum við aðalfund.
Öll rekstrarfélög Festi hafa markað sér starfsmanna-, jafnlauna- og jafnréttisstefnu sem endurspeglar þá staðreynd að einn mikilvægasti auður félagsins er fólginn í starfsfólkinu, þekkingu þess og færni. Á árinu var unnið að samræmingu Jafnlaunakerfis Festi og rekstrarfélaga í samræmi við staðalinn IST 85:2012. Vinnunni lauk í desember og fóru félögin í vottunarúttekt hjá iCert í janúar 2021. Úttektin var frávikalaus og hefur iCert gefið út nýtt vottunarskírteini. Eldri vottorð um Jafnlaunavottun voru gefin út af BSI á Íslandi fyrir N1 en Vottun gaf út vottorð númer 85-3 fyrir Krónuna, ELKO og Bakkann, þau hafa verið felld niður. Festi leggur mikla áherslu á að starfsfólki sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf sé ekki mismunað í launum og styður þannig heimsmarkmið 5 um jafnrétti kynjanna og heimsmarkmið 10 um aukinn jöfnuð. Rekstrarfélög Festi eru öll með jafnlauna-, jafnréttis- og mannauðsstefnur í samræmi við Jafnlaunakerfi ÍST 85:2015. Það felur í sér að gæta jafnréttis í ákvörðunum sem snúa að launum og að starfsfólki sé ekki mismunað eftir kynjum eða öðrum þáttum. Einnig að fyrir sambærileg störf skulu greidd sömu laun og sömu fríðindi veitt.
Launamunur kynja (S2) | Einingar | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|
Miðgildi heildarlauna karla (X) sem hlutfall af miðgildi heildarlauna kvenna | X:1 | ||
Niðurstaða launagreiningar - Festi | % | - | 0,79% |
Niðurstaða jafnlaunvottunar - Bakkinn | % | 4,3% | 0,11% |
Niðurstaða jafnlaunvottunar - ELKO | % | 2,51% | 0,67% |
Niðurstaða jafnlaunvottunar - Krónan | % | 3,59% | 0,71% |
Niðurstaða jafnlaunvottunar - N1 | % | 1,1% | 0,33% |
Starfsmannavelta hjá Festi og rekstrarfélögum endurspeglar fjölbreytta starfsemi félaganna auk þess sem starfsstöðvar Festi eru oft fyrsti starfsvettvangur margra starfsmanna. Einnig spilar inn í árstímabundið álag í verslunum, á þjónustustöðvum, í bílaþjónustu og vöruhúsi.
Starfsmannavelta (S3) | Einingar | 2020 |
---|---|---|
Starfsmenn í fullu starfi | ||
Árleg breyting starfsmanna í fullu starfi - Festi | % | 4,5% |
Árleg breyting starfsmanna í fullu starfi - Bakkinn | % | 29,1% |
Árleg breyting starfsmanna í fullu starfi - ELKO | % | 21,5% |
Árleg breyting starfsmanna í fullu starfi - Krónan | % | 87,6% |
Árleg breyting starfsmanna í fullu starfi - N1 | % | 26,2% |
Mannauðs- og jafnréttisstefna
Markmið Festi | Tenging við | |||
Heiti markmiðs | Undirmarkmið | 2019 | 2020 | ESG |
---|---|---|---|---|
Jöfn tækifæri | Auka hlutfall kvenna í yfirmanna og stjórnunar-stöðum | Framkvæmda-stjórn Festi 17% konur (1 af 6) | Framkvæmda-stjórn Festi 17% konur (1 af 6) | S4 |
Jöfn tækifæri | Auka hlutfall kvenna í yfirmanna og stjórnunar-stöðum | Deildarstjórar Festi 80% konur (4 af 5) | Deildarstjórar Festi 80% konur (4 af 5) | S4 |
Ofbeldi ekki liðið | Samningur við Siðferðisgátt | Lokið | Ein tilkynning barst hjá samsteypuni | S6, S7, S10 |
Stöðugildi hjá Festi og dótturfélögum eru að meðaltali umreiknuð í heilsárstörf, 1.145 árið 2020. Á árinu var einn verktaki í hálfu starfi hjá Festi hf. og sér hann um starfsemi Festivals sem er starfsmannafélag samstæðunnar.
Kynjafjölbreytni (S4) | Einingar | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|
Starfsmannafjöldi | |||
Hlutfall kvenna í fyrirtækinu | % | 34% | 36% |
Konur | Fjöldi | - | 651 |
Karlar | Fjöldi | - | 1.169 |
Byrjenda- og millistjórnendastöður | |||
Hlutfall kvenna í byrjendastarfi og næsta starfsþrepi fyrir ofan | % | - | 30% |
Konur | Fjöldi | - | 20 |
Karlar | Fjöldi | - | 47 |
Yfirmenn og stjórnendur | |||
Hlutfall kvenna í stöðu yfirmanna og stjórnenda | % | 39% | 34% |
Konur | Fjöldi | - | 12 |
Karlar | Fjöldi | - | 23 |
Hjá Festi er rekin „núll“ slysastefna. Árlega eru haldin öryggis- og vinnuverndarnámskeið en þá er efst á baugi að efla öryggis- og heilsuvitund starfsmanna. Áhersla er lögð á öryggi í starfsumhverfinu og athygli vakin á heilbrigði og hreyfingu. Námskeið og fræðslufyrirlestrar eru m.a. tengdir skyndihjálp, eldvörnum, efnum og efnavörum, gæða-, umhverfis- og öryggismálum, viðbrögðum við ráni og þjófnaði, ógnandi hegðun og rýrnun ásamt fyrirlestrum um heilsu, mismunun, einelti og áreiti. Markmið mannauðsdeildar Festi er að efla rafræna þjálfun til að auka aðgengi starfsmanna um land allt að fræðslustarfsemi Festi og rekstrarfélaganna, það er lykilatriði í móttöku og þjálfun nýliða. Með því móti verður starfsfólk samsteypunnar öflugra og teljum við það vera lið í að minnka starfsmannaveltu. Verið er að ljúka uppsetningu á tveimur rafrænum námskeiðum hjá Krónunni til að hefja þessa vegferð.
Innan samsteypunnar voru skráð 33 vinnuslys á árinu 2020 það eru 12 fleiri en árið 2019. Festi er í samvinnu við Heilsuvernd um veikindaskráningu, flensusprautu og heilsufarstengda ráðgjöf. Starfsmenn hafa aðgang að sérfræðingum Heilsuverndar og geta meðal annars í gegnum veikindaskráningu fengið ráðgjöf hjá þeim.
Vinnuslysatíðni (S7) | Einingar | 2020 |
---|---|---|
Heildarfjöldi áverka og banaslysa sem hlutfall af heildarfjölda starfsmanna - Festi | % | 0% |
Heildarfjöldi áverka og banaslysa sem hlutfall af heildarfjölda starfsmanna - Bakkinn | % | 0,09% |
Heildarfjöldi áverka og banaslysa sem hlutfall af heildarfjölda starfsmanna - ELKO | % | 0,06% |
Heildarfjöldi áverka og banaslysa sem hlutfall af heildarfjölda starfsmanna - Krónan | % | 0,03% |
Heildarfjöldi áverka og banaslysa sem hlutfall af heildarfjölda starfsmanna - N1 | % | 0,09% |
Festi og rekstrarfélög hvetja starfsmenn til heilsueflingar með ýmsum hætti meðal annars með því að veita fastráðnum starfsmönnum líkamsræktarstyrk að upphæð 20.000 kr. árlega.
Ein af grundvallar forsendum góðrar þjónustu er ánægt starfsfólk. Árlega framkvæmir Gallup vinnustaðagreiningar hjá Festi og rekstrarfélögum í þeim tilgangi að taka stöðuna á líðan starfsfólks. Notast er við Q12 matslista Gallup auk valdra spurninga frá Festi. Einkunnagjöf er á bilinu 1 – 5 (5 er hæst). Þegar niðurstöður liggja fyrir eru þær greindar, bornar saman við síðustu ár, önnur sambærileg fyrirtæki í gagnabanka Gallup sem og önnur fyrirtæki í samstæðunni. Í kjölfarið eru niðurstöður rýndar með stjórnendum og starfsmönnum og gripið til aðgerða þar sem við á.
Niðurstöður vinnustaðagreiningar | 2019 | 2020 | ||
---|---|---|---|---|
Festi | ||||
Heildaránægja | 4,26 | 4,34 | ||
Svarhlutfall | 85% | 91% | ||
Bakkinn | ||||
Heildaránægja | 4,33 | 4,03 | ||
Svarhlutfall | 69% | 69% | ||
ELKO | ||||
Heildaránægja | 4,24 | 4,17 | ||
Svarhlutfall | 86% | 90% | ||
Krónan | ||||
Heildaránægja | 3,99 | 4,15 | ||
Svarhlutfall | 50% | 58% | ||
N1 | ||||
Heildaránægja | 4,22 | 4,33 | ||
Svarhlutfall | 70% | 72% | ||
Samtals | ||||
Heildaránægja | 4,14 | 4,21 | ||
Svarhlutfall | 61% | 67% |
Auk Q12 matslista Gallup var árið 2020 spurt hvort starfsmaður teldi viðbrögð vinnustaðarins vegna COVID-19 faraldursins hafa verið við hæfi. Svöruðu 88% að viðbrögðin væru við hæfi eða of mikil.
Festi og rekstrarfélög starfa með íslenska vinnulöggjöf að leiðarljósi en hún tekur mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og barnalögum nr. 76/2003 um rétt barna til m.a. umönnunar í samræmi við aldur þeirra og þroska. Sáttmálinn inniheldur kröfu um verndun barna gegn hvers kyns þvingunum eða ofbeldi.
Festi hf. er ekki með innkaupastefnu en eftirfarandi er að finna í Siðareglum félagsins sem gilda um alla starfsemi þess, alla starfsmenn og stjórn þess, sem og þá verktaka er sinna verkefnum fyrir félagið: „Við förum að lögum og reglum sem lúta að starfsemi félagsins og leggjum okkur fram um að vera traustir þátttakendur í samfélaginu. Við berum virðingu fyrir viðskiptavinum okkar og leggjum allt kapp á að veita þeim framúrskarandi vörur og þjónustu á sanngjörnu verði. Á sama hátt virðum við birgja okkar og metum að verðleikum hlutverk þeirra í virðiskeðjunni.“ Krónan og N1 eru með skýrar innkaupastefnur sem greint er betur frá í samfélagsskýrslum þeirra.
Festi og rekstrarfélög gerðu fyrst fyrirtækja, samning við Siðferðisgáttina nú Siðferðisgátt Hagvangs árið 2019. En með því samstarfi gefst starfsmönnum fyrirtækja og stofnana möguleiki á að koma á framfæri, á öruggan hátt, ef þeir verða fyrir óæskilegri framkomu eða upplifa vanlíðan á sínum vinnustað. Við leggjum áherslu á að skapa starfsfólki okkar gott og hvetjandi starfsumhverfi. Félögin hafa sett sér stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað en slík mál sem fara út fyrir ramma eðlilegra samskipta og hegðunar verða undir engum kringumstæðum umborin á vinnustaðnum. Félögin hafa gert gildi sáttmála Samtaka atvinnulífsins gegn einelti, áreitni og ofbeldi að sínum í daglegum rekstri. Með því að hafa þau í heiðri stuðla starfsmenn að heilbrigðri vinnustaðamenningu. Mikil vinna var lögð í kynningu á samstarfinu við Siðferðisgáttina, var því í viðhorfskönnun, auk Q12 matslista Gallup, spurt hversu vel eða illa starfsmaður þekki til hvernig tilkynna skuli um einelti og/eða kynferðislega áreitni á vinnustaðnum til Siðferðisgáttarinnar. Svöruðu 57% að þau þekktu vel til og 23% illa eða frekar illa. Tilkynnt var um eitt brot í samsteypunni á árinu 2020, úr því var unnið í samræmi við viðbragðsáætlun og er því lokið.
Stjórn Festi hf. er skipuð fimm stjórnarmönnum sem kjörnir eru árlega á aðalfundi. Félagið uppfyllir ákvæði laga um hlutafélög um kynjahlutföll stjórnar sem tóku gildi 1. september 2013. Stjórnarmenn eru óháðir, með fjölbreytta menntun og hafa víðtæka reynslu úr atvinnulífinu.
Kynjahlutfall í stjórn (G1) | Einingar | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|
Hlutfall kvenkyns stjórnarmeðlima (samanborið við karla) | % | 50% | 66% |
Hlutfall kvenkyns nefndarformanna (samanborið við karla) | % | 75% | 100% |
Jafnrétti
Markmið Festi | Tenging við | |||
Heiti markmiðs | Undirmarkmið | 2019 | 2020 | ESG |
---|---|---|---|---|
Jafnréttisstefna allra félaga | Reglulegar launagreiningar hjá Festi og rekstarfélögum | Rekstrarfélög Festi Jafnlaunavottuð | Já | S2 |
Samræma jafnlauna vottun félaganna | Jafnlaunavottun Festi og rekstrarfélaga | Verkefni er hafið | Verkefni lokið, úttekt icert í janúar 2021. | S2 |
Stjórnarhættir | Jafnt kynjahlutfall í stjórn | 50% konur | 66% konur | G1 |
Mælingar | UFS mælingar/ samfélagsskýrslur | Krónan, Festi og N1 | Festi, Bakkinn, ELKO, Krónann og N1 | G8 |
Stjórnarhættir (S)
Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum lögmætra hluthafafunda, innan þeirra takmarka sem samþykktir Festi hf. og landslög setja. Hluthafar fara með ákvörðunarvald sitt á hluthafafundum. Stjórn Festi fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda og ber meginábyrgð á rekstri þess. Samskipti stjórnar og hluthafa fara fram á hluthafafundum. Stjórnarmenn í félaginu eru sjálfstæðir í störfum sínum og taka ekki við fyrirmælum frá hluthöfum félagsins eða öðrum hagsmunaaðilum. Stjórnin hefur sett sér starfsreglur sem yfirfarnar eru árlega. Í þeim er að finna skilgreiningu á valdsviði stjórnar og verksviði stjórnar gagnvart forstjóra. Í reglunum er meðal annars að finna ákvæði um skipan stjórnar, samskipti við hluthafa, boðun funda og ályktunarhæfni, fundargerðir og innihald þeirra, reglur um þagnar- og trúnaðarskyldu stjórnarmanna og reglur um hæfi stjórnarmanna til þátttöku í afgreiðslu mála. Allir stjórnarmenn eru óháðir félaginu og stórum hluthöfum þess.
Forstjóri er ekki stjórnarmaður en hefur setu-, umræðu- og tillögurétt á stjórnarfundum. Hann stýrir ekki nefndum á vegum stjórnar. Hann ber ábyrgð á og annast daglegan rekstur félagsins í samræmi við stefnu, starfsreglur og fyrirmæli stjórnar.
Í starfsreglum stjórnar er tekið fram að færa eigi til bókar lýsingu á dagskrárlið, gögn sem lögð eru fram, umræður og atkvæðagreiðslur og/eða hvaða ákvarðanir hafa verið teknar. Eftirlits- og skoðunaraðilar hafa aðgang að öllum gögnum og fundargerðum stjórnar. Atkvæðagreiðsla hvers stjórnarmanns er aðgengileg forstjóra, skoðunar- og eftirlitsaðila sé hún bókuð sérstaklega.
Í starfskjarastefnu er heimild til kaupauka í samræmi við 7. gr. breytileg starfskjör – kaupaukar. Kaupaukaáætlunin skal innihalda fyrirfram skilgreind og mælanleg, fjárhags- og ófjárhagsleg árangursviðmið. Árangursviðmið hjá hverjum og einum framkvæmdastjóra eru blanda af fjárhagslegum, rekstrarlegum, stefnumiðuðum og persónulegum árangri.
Félagið leggur áherslu á sanngjarnan vinnurétt og að starfsmenn hafi val um það hvort þeir eru í stéttarfélagi. Starfsmenn Festi og rekstrarfélaga eru með aðild að ýmsum stéttarfélögum og greiða rekstrarfélögin öllum almennum starfsmönnum laun samkvæmt kjarasamningum þeirra. Á meðal stéttarfélaganna eru Efling, VR, SGS, FIT, Matvís og Byggiðn. Festi greiðir öll opinber gjöld og engin svört atvinnustarfsemi er stunduð hjá félaginu. Árið 2020 voru alls 94% starfsmanna í stéttarfélagi en 6% starfsmanna eru ekki aðilar að stéttarfélögum. Stafar það að mestu af fjölda starfsmanna yngri en 16 ára í hlutastörfum hjá Krónunni, þar sem ekki er gert ráð fyrir að 16 ára og yngri greiði í stéttarfélög. Vegna þessa er sérstök áhersla lögð á að fræða stjórnendur með mannaforráð um íslenska vinnulöggjöf og reglugerðir er varða vinnu barna og unglinga. Þær upplýsingar er einnig að finna í starfsmanna- og öryggishandbók félagsins.
Festi gerir ekki þá kröfu til rekstrarfélaganna að gera formleg birgjamöt á sína birgja. Krónan gerir kröfur til sinna birgja að þeir votti að vörur þeirra séu framleiddar samkvæmt lögum og reglum, að starfsemin virði vernd alþjóðlegra mannréttinda og að þeir fullvissi sig um að gerast ekki meðsekir um mannréttindabrot. Birgjar sem þjónusta ISO 14001 vottaðar starfsstöðvar N1 hafa undirgengist birgjamat í samræmi við kröfur N1 og staðalsins. Birgjar N1 gera sumir hverjir gagnkvæmar kröfur til N1 um að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að fá leyfi til að selja vörur þeirra, svo sem að þjálfun starfsfólks N1 sé í samræmi við staðla þeirra en einnig að uppfylltar séu kröfur þeirra til umhverfis-, öryggis-, starfsmanna- og frábrigðamála og þau ferli séu tekin út árlega. Sjá nánar í samfélagsskýrslum félaganna.
Festi og rekstrarfélög eru meðvituð um þau áhrif sem þau hafa á samfélagið allt og leggja því áherslu á að stunda heilbrigða viðskiptahætti. Okkur er ljóst að orðspor Festi og rekstrarfélaga er ein dýrmætasta eign félagsins. Siðareglur Festi hf. gilda um alla starfsemi Festi og rekstrarfélaga, alla starfsmenn og stjórn félagsins, sem og þá verktaka, sem sinna verkefnum fyrir það. Siðareglurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Festi hf.
Festi og rekstrarfélög hafa lagt sig fram við að hafa ábyrgðina sýnilega ásamt því að starfa í samræmi við útgefin starfs- og rekstrarleyfi og vottaða staðla, átján þjónustustöðvar N1 eru vottaðar samkvæmt umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 af Vottun hf. Öll ellefu hjólbarðaverkstæði N1 eru vottuð Michelin Quality Dealer, úttektaraðili er SCA í Danmörku. Bakkinn Klettagörðum og smurolíuafgreiðsla eru vottuð af Exxon Mobil. Allar matvöruverslanir Krónunnar eru Svansvottaðar. Öll rekstrarfélög Festi eru jafnlaunavottuð samkvæmt ÍST 85:2015 eins og áður hefur verið greint frá.
Festi er hlutafélag, skráð og starfrækt í samræmi við lög nr. 2/1995, um hlutafélög. Önnur félög innan samstæðu Festi falla einnig undir lög um hlutafélög eða lög nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Sem skráð félag þarf Festi auk þess að fullnægja þeim reglum sem slíkri skráningu fylgja, þ.m.t. reglum kauphallarinnar.
Festi og rekstrarfélög samanstanda af um 200 starfsstöðvum í rekstri víðsvegar um landið, af þeim eru 79 mannaðar starfsfólki en 123 ómannaðar en búnar sjálfsafgreiðslu- og bátaafgreiðsludælum. Að auki er félagið með fasteignir í útleigu. Starfsstöðvar rekstrarfélaga Festi eru flestallar starfsleyfisskyldar og lúta fjölmörgum lögum, reglugerðum og reglum og heyra undir eftirlit fjölmargra stjórnvalda. Á það jafnt við um starfsemi verslana og afgreiðslustöðva félagsins um land allt. Starfsemi félagsins er þess eðlis að nauðsynlegt er að afla ýmissa leyfa og heimilda frá þar til bærum yfirvöldum.
Stjórnvöld hafa þar að auki gefið út leyfi til handa einstökum starfsstöðvum félagsins og þeim hafa m.a. verið veitt leyfi á grundvelli laga nr. 6/2002, um tóbaksvarnir og á grundvelli áfengislaga nr. 75/1998, laga nr. 55/2012 um umhverfisábyrgð, laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda, laga nr. 93/1995 um matvæli, reglugerð nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi og einnig reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit svo nokkur séu nefnd. Á hverju ári eru gerðar úttektir á starfsleyfisskyldri starfsemi Festi hjá heilbrigðiseftirliti viðkomandi sveitarfélags og úr þeim er unnið í samráði við viðkomandi heilbrigðiseftirlit.
Það er öllum aðgengilegt að koma ábendingum til fyrirtækisins í gegnum heimasíðu Festi, www.festi.is. Utanaðkomandi ábendingar eru skráðar í sérstakan gagnagrunn sem haldið er utan um og leyst úr hjá ábyrgðaraðila. Vegna laga nr. 40/2020 um vernd uppljóstrara var drögum að ferli kynnt starfsmönnum Festi og rekstrarfélaga, en engar athugasemdir bárust. Netföngin uppljostrun@festi.is, uppljostrun@bakkinn.is, uppljostrun@elko.is, uppljostrun@kronan.is, uppljostrun@n1.is eru virk og er persónuverndarfulltrúi félagsins móttakandi tilkynninga.
Samstæðuársreikningur félagsins er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfum í lögum um ársreikninga þar sem við á.
Félagið er skráð á aðallista NASDAQ og er sjálfbærniuppgjör þetta unnið með hliðsjón af ESG leiðbeiningum NASDAQ samhliða ársskýrslu. Leiðbeiningarnar hafa áður verið á ensku en í febrúar 2020 kom út útgáfa 2.0 á íslensku undir nafninu „UFS leiðbeiningar ESG Reporting Guide 2.0“. Þær leiðbeiningar byggja á ráðleggingum sem settar voru fram árið 2015 af Sameinuðu þjóðunum, Samtökum um sjálfbærar kauphallir (Sustainable Stock Exhange Initiative) og vinnuhópi hjá Alþjóðasamtökum kauphalla (World Federation of Exchange). Skýrsla þessi er unnin af starfsmönnum og sérfræðingum á viðkomandi sviðum hjá Festi hf. og rekstrarfélögum. Skýrslan er ekki endurskoðuð af þriðja aðila. Hún nær yfir alla starfsemi Festi og rekstrarfélaga og byggir á rekstrarárinu 2020. Árin 2018 og 2019 eru til samanburðar. Uppgjör eru fengin í gegnum umhverfisstjórnunarhugbúnað Klappa grænna lausna hf. í samræmi við upplýsingar sem hefur verið safnað saman yfir árið. Í gegnum gagnalindir Klappir EnviroMaster sem safnar gögnum eins örugglega frá upprunastað og núverandi tækni og tengingar leyfa; fjöldi flugferða var gefinn upp hjá viðkomandi flugfélagi og úr bókhaldi, eldsneytislítrar úr viðskiptamannabókhaldskerfi N1, upplýsingar um sorplosun eru fengnar frá viðkomandi losunaraðila og orku- og vatnsnotkun frá viðkomandi veitum. Auk gagna sem hafa verið færð sérstaklega inn um samfélagsþætti og stjórnarhætti.