Ársskýrsla Festi
2020

Forsíðu mynd

Stjórnarhæt­tir

Stjórn og stjórnarhættir

 

Festi fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, 5. útgáfu 2015 sem gefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ Iceland og Samtökum atvinnulífsins.

Stjórnarhættir Festi eru markaðir af starfsreglum stjórnar, samþykktum félagsins og lögum nr. 2/1995 um hlutafélög. Gildandi starfsreglur stjórnar voru samþykktar á stjórnarfundi þann 29. apríl 2020. Reglurnar eru settar samkvæmt ákvæðum í 4. mgr. 70. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 2. mgr. 17. gr. samþykkta félagsins. Í samþykktum er kveðið á um tilgang félagsins, hlutafé þess, hluthafafundi, stjórn, forstjóra, reikningshald og endurskoðun. Núverandi starfskjarastefna Festi var samþykkt á aðalfundi félagsins þann 23. mars 2020. Stefnan nær til starfskjara stjórnarmanna, forstjóra og æðstu stjórnenda félagsins.

Starfsreglur stjórnar, samþykktir félagsins og upplýsingar um starfskjarastefnu eru aðgengilegar á vefsíðu Festi, www.festi.is. Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum hluthafa þess. Aðalfund skal halda fyrir lok ágúst ár hvert. Stjórn fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda og ber meginábyrgð á rekstri þess. Stjórn félagsins gerir árlega árangursmat á störfum sínum. Samskipti stjórnar og hluthafa fara fram á hluthafafundum. Stjórnarmenn í félaginu eru sjálfstæðir í störfum sínum og taka ekki við fyrirmælum frá hluthöfum félagsins eða öðrum hagsmunaaðilum. Stjórnarmenn gæta jafnframt trúnaðar í störfum sínum og veita hluthöfum ekki upplýsingar um rekstur eða starfsemi félagsins nema slíkt sé kynnt á vettvangi stjórnar.

Samkvæmt samþykktum skal stjórn Festi vera skipuð fimm stjórnarmönnum sem kjörnir eru árlega á aðalfundi. Í stjórninni eru nú þrjár konur og tveir karlar.  Félagið uppfyllir ákvæði laga um hlutafélög um kynjahlutföll stjórnar. Stjórnarmenn eru með fjölbreytta menntun og hafa víðtæka reynslu úr atvinnulífinu.

Þeir sem hyggjast gefa kost á sér í stjórn félagsins þurfa að tilkynna það skriflega til stjórnarinnar að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Samþykktum félagsins má einungis breyta með samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á löglegum hluthafafundi, enda sé þess rækilega getið í fundarboði að slík breyting sé fyrirhuguð og í hverju hún felst.

Stjórnin hefur sett sér starfsreglur sem yfirfarnar eru árlega. Í þeim er að finna skilgreiningu á valdsviði stjórnar og verksviði stjórnar gagnvart forstjóra. Í reglunum er meðal annars að finna ákvæði um skipan stjórnar, samskipti við hluthafa, boðun funda og ályktunarhæfni, fundargerðir og innihald þeirra, reglur um þagnar- og trúnaðarskyldu stjórnarmanna og reglur um hæfi stjórnarmanna til þátttöku í afgreiðslu mála. Stjórn kýs sér formann og varaformann ásamt því að skipa nefndarmenn undirnefnda. Stjórnarfundi skal halda svo oft sem þörf krefur og að jafnaði eigi sjaldnar en átta sinnum á ári. Fundarstaður félagsstjórnar er í höfuðstöðvum Festi hf. að Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi. Formaður stjórnar fundum félagsstjórnar. Forstjóri á sæti á fundum félagsstjórnar og hefur þar umræðu- og tillögurétt, nema félagsstjórn ákveði annað í einstökum tilfellum. Stjórn félagsins ákveður meðal annars starfskjör forstjóra og hittir endurskoðendur reglulega. Stjórn hefur skipað endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd. Tilnefningarnefnd starfar í umboði aðalfundar félagsins.

Allir stjórnarmenn hafa lagt fram persónulegar upplýsingar svo hægt sé að leggja mat á hæfi þeirra er varðar stjórnarsetu í öðrum félögum, eignarhluti í félaginu, beint eða í gegnum tengda aðila og möguleg hagsmunatengsl. Allir stjórnarmenn eru óháðir félaginu og stórum hluthöfum þess.

                          

Forsíðu mynd

Starfskjaranefnd

Stjórn hefur skipað starfskjaranefnd. Hlutverk nefndarinnar er að vera leiðbeinandi fyrir stjórn um starfskjör stjórnarmanna og stjórnenda félagsins og ráðgefandi um starfskjarastefnu, sem tekin skal til endurskoðunar ár hvert og lögð fyrir aðalfund félagsins. Skal nefndin jafnframt fylgjast með að starfskjör æðstu stjórnenda séu innan ramma starfskjarastefnu félagsins og gefa stjórn skýrslu þar um árlega í tengslum við aðalfund. Stjórn félagsins skal kjósa tvo menn til setu í starfskjaranefnd. Skal annar nefndarmaður af tveimur vera óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess. Í starfskjaranefnd má hvorki forstjóri félagsins né annar starfsmaður eiga sæti. Óháðir stjórnarmenn mega eiga sæti í starfskjaranefnd. Haft skal að leiðarljósi að nefndarmenn hafi reynslu og þekkingu á viðmiðum og venjum við ákvörðun starfskjara stjórnenda. Starfskjör nefndarmanna skulu ákveðin á aðalfundi. Í starfsreglum stjórnar skal kveðið á um störf nefndarinnar. Í starfskjaranefnd sitja Margrét Guðmundsdóttir sem er formaður nefndarinnar og Guðjón Karl Reynisson. Þá hefur Þórður Már Jóhannesson setið fundi nefndarinnar á starfsárinu.

Endurskoðunarnefnd

Stjórn Festi hf. hefur skipað endurskoðunarnefnd fyrir félagið í samræmi við ákvæði laga um ársreikninga. Í henni skulu sitja eigi færri en þrír nefndarmenn og skal meirihluti þeirra vera óháður félaginu. Nefndin skal skipuð til eins árs í senn á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Meirihluti nefndarmanna skal vera stjórnarmenn Festi hf. og stjórn félagsins skal tilnefna formann. Nefndarmenn skulu hafa þekkingu og reynslu í samræmi við störf nefndarinnar og skal að minnsta kosti einn nefndarmanna hafa staðgóða þekkingu og reynslu á sviði reikningsskila eða endurskoðunar. Starfskjör nefndarmanna skulu ákveðin á aðalfundi. Nefndinni er ætlað að hafa eftirlit með endurskoðun ársreikninga og mat á störfum endurskoðenda til að tryggja frekara öryggi og vönduð vinnubrögð við endurskoðunina. Samkvæmt reglum um störf nefndarinnar skulu tveir stjórnarmenn valdir í nefndina auk eins utanaðkomandi sérfræðings. Nefndin skal halda a.m.k. fjóra fundi á ári og aukafundi þegar formaður telur þörf á því. Í nefndinni sitja þau Margrét Guðmundsdóttir stjórnarmaður, Kristín Guðmundsdóttir stjórnarmaður og Margret Flóvenz endurskoðandi sem er formaður nefndarinnar.

 Hlutverk endurskoðunarnefndar er eftirfarandi:

• Að hafa eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila.

• Að hafa eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits Festi, áhættustýringu og öðrum eftirlitsaðgerðum.

• Að hafa eftirlit með endurskoðun ársreiknings Festi.

• Að setja fram tillögu til stjórnar um val á endurskoðendum eða endurskoðunarfyrirtæki.

• Að meta óhæði endurskoðenda eða endurskoðunarfyrirtækis og hafa eftirlit með öðrum störfum endurskoðenda eða endurskoðunarfyrirtækis.

Tilnefningarnefnd

Hjá Festi starfar tilnefningarnefnd, sem kosin er á aðalfundi félagsins. Hún hefur það hlutverk að undirbúa og gera tillögur um frambjóðendur við kjör stjórnar félagsins og leggur tillögur sínar fyrir hluthafafund þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Við mat á frambjóðendum skal horft til hæfni, reynslu og þekkingar, m.a. með tilliti til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja og niðurstöðu árangursmats stjórnar. Þess skal gætt að tillagan samræmist ákvæðum laga um hlutafélög og samþykktum félagsins um skipan stjórnar. Tillögur nefndarinnar skulu stefna að því, að stjórnin sé á hverjum tíma þannig samsett að hún búi að fjölbreyttri hæfni, þekkingu og reynslu sem nýtist félaginu við stefnumótun og eftirlit í því umhverfi sem félagið starfar á hverjum tíma og skal nefndin hafa heildarhagsmuni allra hluthafa félagsins að leiðarljósi.

Tilnefningarnefnd er skipuð þremur mönnum til eins árs í senn. Meirihluti nefndarinnar er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess. Við mat á óhæði nefndarmanna er miðað við sömu sjónarmið og þegar óhæði stjórnarmanna er metið, sbr. leiðbeiningar Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq Iceland og Samtaka atvinnulífsins um stjórnarhætti fyrirtækja. Í það minnsta einn nefndarmanna skal vera óháður stórum hluthöfum félagsins.

Tilnefningarnefnd skipa Sigrún Ragna Ólafsdóttir formaður, Tryggvi Pálsson og Þórður Már Jóhannesson, formaður stjórnar. Fyrirspurnir sendist á netfangið tilnefningarnefnd@festi.is.

Fjárfestingarráð

Stjórn hefur skipað fjárfestingarráð til að vinna að greiningum og tillögum stjórnar Festi um fjárfestingar. Í ráðinu sitja Þórður Már Jóhannesson formaður stjórnar og Eggert Kristófersson forstjóri.

Á árinu 2020 voru haldnir 12 stjórnarfundir, 11 fundir í endurskoðunarnefnd, 5 fundir í starfskjaranefnd og 26 fundir í tilnefningarnefnd. Meirihluti stjórnar, endurskoðunarnefndar, starfskjaranefndar og tilnefningarnefndar hefur mætt á alla fundi. Endurskoðunarnefnd boðar endurskoðendur félagsins á fundi reglulega auk þess sem þeir mæta á stjórnarfundi séu endurskoðuð eða könnuð uppgjör til umfjöllunar.

Siðareglur Festi

Okkur er ljóst að orðspor Festi og dótturfélaga er ein dýrmætasta eign félagsins. Í ljósi þess höfum við sett okkur eftirfarandi siðareglur, sem gilda um alla starfsemi félagsins, alla starfsmenn og stjórn þess, sem og þá verktaka er sinna verkefnum fyrir félagið.

Samfélagið

Við förum eftir öllum lögum og reglum sem lúta að starfsemi félagsins og leggjum okkur fram um að vera traustir þátttakendur í samfélaginu.

Viðskiptavinirnir

Við berum virðingu fyrir viðskiptavinum okkar og leggjum allt kapp á að veita þeim framúrskarandi vörur og þjónustu á sanngjörnu verði. Á sama hátt virðum við birgja okkar og metum að verðleikum hlutverk þeirra í virðiskeðjunni. 

Starfsfólkið

Við kappkostum að tryggja öryggi og vellíðan starfsfólks félagsins með góðum aðbúnaði á vinnustað, fræðslu og þjálfun. Við fylgjum viðurkenndum öryggis- og heilsuverndarstöðlum. Við erum umburðarlynd, tökum tillit til ólíkra sjónarmiða og leyfum hæfileikum hvers og eins að njóta sín. Við stuðlum að jafnrétti á vinnustað og erum málefnaleg og sanngjörn í öllum okkar samskiptum. Við líðum hvorki einelti né aðra áreitni.

Hluthafarnir

Við veitum hluthöfum og öðrum markaðsaðilum réttar og skilmerkilegar upplýsingar um rekstur félagsins eins og hæfir félagi á markaði. Félagið fer eftir reglum markaðarins og góðum stjórnarháttum. 

Umhverfið

Við sýnum umhverfinu virðingu og leitumst við að bjóða umhverfisvænar vörur og þjónustu. Við leggjum okkur fram um að valda sem minnstum skaða á umhverfinu með starfsemi félagsins og fylgjum viðurkenndum umhverfis-, gæða-, öryggis- og heilsufarsstöðlum. 

Trúnaður

Við virðum þagnarskyldu um þær trúnaðarupplýsingar, sem okkur berast, og helst sú þagnarskylda þótt látið sé af störfum. Við nýtum okkur ekki trúnaðarupplýsingar til ávinnings, hvorki fyrir okkur sjálf né aðra.  

Samþykkt 27. febrúar 2020

Forsíðu mynd

Stjórn

Þórður Már Jóhannesson

Þórður Már Jóhannesson

Stjórnarformaður

Þórður Már Jóhannesson er með Cand.oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Þórður Már var forstjóri Straums Fjárfestingabanka frá árinu 2001-2006 er hann leiddi stofnun og uppbyggingu þess fyrirtækis. Á árunum 1996-2001 starfaði hann hjá Kaupþingi. Frá árinu 2006 hefur Þórður Már sinnt eigin fjárfestingum. Árið 2014 fjárfesti félag hans í Festi hf. og var hann einn af leiðandi hluthöfum félagsins. Þórður Már var stjórnarformaður Festi Fasteigna hf. og Höfðaeigna hf. frá 2014-2018.  Þórður hefur jafnframt setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja undanfarin ár, t.a.m Olíufélaginu hf. og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hf. Þórður Már hóf stjórnarstörf hjá Festi árið 2018.

Þórður Már Jóhannesson

Þórður Már Jóhannesson

Stjórnarformaður

Þórður Már Jóhannesson er með Cand.oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Þórður Már var forstjóri Straums Fjárfestingabanka frá árinu 2001-2006 er hann leiddi stofnun og uppbyggingu þess fyrirtækis. Á árunum 1996-2001 starfaði hann hjá Kaupþingi. Frá árinu 2006 hefur Þórður Már sinnt eigin fjárfestingum. Árið 2014 fjárfesti félag hans í Festi hf. og var hann einn af leiðandi hluthöfum félagsins. Þórður Már var stjórnarformaður Festi Fasteigna hf. og Höfðaeigna hf. frá 2014-2018.  Þórður hefur jafnframt setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja undanfarin ár, t.a.m Olíufélaginu hf. og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hf. Þórður Már hóf stjórnarstörf hjá Festi árið 2018.

Guðjón Reynisson

Varaformaður

Guðjón Reynisson er MBA frá Háskóla Íslands 2002, lauk Rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1999 og útskrifaðist með Íþróttakennararéttindi á grunn – og framhaldsskólastigi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1986. Guðjón er í dag sjálfstætt starfandi fjárfestir og stjórnarmaður.  Á árunum 2008-2017 starfaði hann sem forstjóri Hamleys of London. Fólst starfið í að móta og innleiða stefnu félagsins sem miðaði að því að stækka það úr einni verslun í aðþjóðlega keðju verslana. Guðjón leiddi sölu á félaginu árið 2011-12 og aftur 2015-16. Á árunum 2003-2007 gengdi Guðjón stöðu framkvæmdastjóra 10-11 verslananna. Þar áður frá 1998-2003 var hann framkvæmdstjóri sölusviðs Tals. Guðjón tók sæti í stjórn Festi árið 2014 en auk þess hefur hann setið í stjórn Kviku banka frá árinu 2018.

Guðjón Reynisson

Guðjón Reynisson

Varaformaður

Guðjón Reynisson er MBA frá Háskóla Íslands 2002, lauk Rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1999 og útskrifaðist með Íþróttakennararéttindi á grunn – og framhaldsskólastigi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1986. Guðjón er í dag sjálfstætt starfandi fjárfestir og stjórnarmaður.  Á árunum 2008-2017 starfaði hann sem forstjóri Hamleys of London. Fólst starfið í að móta og innleiða stefnu félagsins sem miðaði að því að stækka það úr einni verslun í aðþjóðlega keðju verslana. Guðjón leiddi sölu á félaginu árið 2011-12 og aftur 2015-16. Á árunum 2003-2007 gengdi Guðjón stöðu framkvæmdastjóra 10-11 verslananna. Þar áður frá 1998-2003 var hann framkvæmdstjóri sölusviðs Tals. Guðjón tók sæti í stjórn Festi árið 2014 en auk þess hefur hann setið í stjórn Kviku banka frá árinu 2018.

Guðjón Reynisson
Margrét Guðmundsdóttir

Margrét Guðmundsdóttir

Stjórnarmaður

Margrét Guðmundsdóttir er með Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, Cand. merc. próf frá Copenhagen Business School og Executive menntun frá CEDEP/Insead í Frakklandi. Margrét starfaði sem forstjóri Austurbakka, síðar  Icepharma hf. árin 2005-2016. Áður starfaði Margrét sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi 1995-2005, framkvæmdastjóri hjá Kuwait Petroleum (Danmark) A/S 1986-1995 og skrifstofustjóri hjá Dansk ESSO, síðar Statoil, 1982-1986. Hún var aðstoðarframkvæmdastjóri AIESEC International í Brussel 1978-1979. Margrét situr í stjórn Eignarhaldsfélagsins Lyngs ehf., Heklu hf., Heklu Fasteigna ehf. og Paradísar ehf. Margrét var formaður European Surgical Trade Association 2011-2013 og sat í stjórn félagsins frá 2009-2015.  Hún var formaður Félags atvinnurekenda 2009-2013, sat í stjórn Reiknistofu bankanna 2010-2011 og 2016-2018, stjórn ISAVIA 2017-2018 og stjórn SPRON 2008-2009. Margrét hefur einnig setið í stjórnum eftirtaldra fyrirtækja: Skýrr hf., Frigg hf., Q8 A/S í Danmörku og Dansk Institut for Personalerådgivning. Margrét hóf stjórnarstörf hjá N1 árið 2011 og var formaður Festi til mars 2020. Margrét situr í stjórn Festi í dag.

Margrét Guðmundsdóttir

Margrét Guðmundsdóttir

Stjórnarmaður

Margrét Guðmundsdóttir er með Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, Cand. merc. próf frá Copenhagen Business School og Executive menntun frá CEDEP/Insead í Frakklandi. Margrét starfaði sem forstjóri Austurbakka, síðar  Icepharma hf. árin 2005-2016. Áður starfaði Margrét sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi 1995-2005, framkvæmdastjóri hjá Kuwait Petroleum (Danmark) A/S 1986-1995 og skrifstofustjóri hjá Dansk ESSO, síðar Statoil, 1982-1986. Hún var aðstoðarframkvæmdastjóri AIESEC International í Brussel 1978-1979. Margrét situr í stjórn Eignarhaldsfélagsins Lyngs ehf., Heklu hf., Heklu Fasteigna ehf. og Paradísar ehf. Margrét var formaður European Surgical Trade Association 2011-2013 og sat í stjórn félagsins frá 2009-2015.  Hún var formaður Félags atvinnurekenda 2009-2013, sat í stjórn Reiknistofu bankanna 2010-2011 og 2016-2018, stjórn ISAVIA 2017-2018 og stjórn SPRON 2008-2009. Margrét hefur einnig setið í stjórnum eftirtaldra fyrirtækja: Skýrr hf., Frigg hf., Q8 A/S í Danmörku og Dansk Institut for Personalerådgivning. Margrét hóf stjórnarstörf hjá N1 árið 2011 og var formaður Festi til mars 2020. Margrét situr í stjórn Festi í dag.

Kristín Guðmundsdóttir

Stjórnarmaður

Kristín er með Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Kristín hóf stjórnarstörf hjá N1/Festi árið 2011. Hún situr í stjórn Farice frá 2013, stjórn RVK Studios frá 2015. Í stjórn Eyris Venture Management ehf. frá 2020, Eyris Ventures ehf. frá 2019 og Eyris Sprota slf. frá 2020. Hún er í fjárfestingarráði Eyris sprota frá 2014. Hún situr í stjórn Golfsambands Íslands frá 2013. Kristín starfar í dag sem framkvæmdastjóri KG slf. eigin ráðgjafafyrirtækis.  Árið 2011 gegndi hún starfi forstjóra Skipta hf. en þar á undan var Kristín fjármálastjóri Símans hf. og Skipta hf. 2003 – 2010. Kristín var fjármálastjóri Granda hf. 1994 - 2003. Kristín starfaði einnig til fjölda ára sem sviðsstjóri og forstöðumaður hjá Íslandsbanka og Iðnaðarbanka Íslands. Kristín var stjórnarformaður Sparisjóðs Vestmannaeyja 2011-2013 og sat í stjórn Símans  hf. og Mílu ehf. 2007-2011 og stjórnarformaður árið 2011. Kristín var varaformaður í stjórn Straums fjárfestingabanka 2013-2015, í stjórn Kviku banka frá 2015 - 2018 og varamaður til ársins 2020, varamaður í stjórn FBA frá 1998 - 2000. Kristín hefur einnig setið í stjórnum eftirfarandi fyrirtækja og félaga: Skjár miðlar ehf., Fasteignafélagið Jörfi ehf., Sjóminjasafnið, Farsímagreiðslur ehf., Straumur hf., Verslunarráð Íslands, Verðbréfaskráning Íslands hf., Eignarhaldsfélag hlutafélaga og Lífeyrissjóður verkstjóra. Kristín var forseti Rótarý Reykjavík Miðborg 2013-2014.

Kristín Guðmundsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir

Stjórnarmaður

Kristín er með Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Kristín hóf stjórnarstörf hjá N1/Festi árið 2011. Hún situr í stjórn Farice frá 2013, stjórn RVK Studios frá 2015. Í stjórn Eyris Venture Management ehf. frá 2020, Eyris Ventures ehf. frá 2019 og Eyris Sprota slf. frá 2020. Hún er í fjárfestingarráði Eyris sprota frá 2014. Hún situr í stjórn Golfsambands Íslands frá 2013. Kristín starfar í dag sem framkvæmdastjóri KG slf. eigin ráðgjafafyrirtækis.  Árið 2011 gegndi hún starfi forstjóra Skipta hf. en þar á undan var Kristín fjármálastjóri Símans hf. og Skipta hf. 2003 – 2010. Kristín var fjármálastjóri Granda hf. 1994 - 2003. Kristín starfaði einnig til fjölda ára sem sviðsstjóri og forstöðumaður hjá Íslandsbanka og Iðnaðarbanka Íslands. Kristín var stjórnarformaður Sparisjóðs Vestmannaeyja 2011-2013 og sat í stjórn Símans  hf. og Mílu ehf. 2007-2011 og stjórnarformaður árið 2011. Kristín var varaformaður í stjórn Straums fjárfestingabanka 2013-2015, í stjórn Kviku banka frá 2015 - 2018 og varamaður til ársins 2020, varamaður í stjórn FBA frá 1998 - 2000. Kristín hefur einnig setið í stjórnum eftirfarandi fyrirtækja og félaga: Skjár miðlar ehf., Fasteignafélagið Jörfi ehf., Sjóminjasafnið, Farsímagreiðslur ehf., Straumur hf., Verslunarráð Íslands, Verðbréfaskráning Íslands hf., Eignarhaldsfélag hlutafélaga og Lífeyrissjóður verkstjóra. Kristín var forseti Rótarý Reykjavík Miðborg 2013-2014.

Kristín Guðmundsdóttir
Þórey G. Guðmundsdóttir

Þórey G. Guðmundsdóttir

Stjórnarmaður

Þórey G. Guðmundsdóttir er með Cand.oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Þórey er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa Lónsins hf. en hún hóf störf árið 2013 og hefur frá byrjun tekið virkan þátt í stefnumótun félagsins og setið í framkvæmdastjórn þess. Mikil innviðauppbygging hefur átt sér stað á undanförnum árum til að styðja við markmið og vöxt Bláa Lónsins. Innleiðing netbókana, uppbygging gagnavöruhús, innleiðing á nýju viðskiptakerfi og aukin notkun stafrænna ferla eru verkefni hún hefur leitt hjá félaginu.  Þórey átti sæti í byggingarnefnd Bláa Lónsins á árunum 2015-2018 en á því tímabili stóðu yfir framkvæmdir við The Retreat sem er hágæða hótel og spasvæði við Bláa Lónið.  Árin 2012-2013 var Þórey forstöðumaður hagdeildar Samskipa og árin 2004-2011 var hún forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi Fjárfestingabanka en á tímabili var starfssemi bankans í fjórum löndum. Hún starfaði sem aðstoðarmaður og staðgengill rekstar- og fjármálastjóra Alþingis 1999-2000 og hjá KPMG Endurskoðun hf. árin 1995-1999. Þórey situr í stjórn DecideAct A/S, félags skráðu á Nasdaq First North í Danmörku, sem sérhæfir sig innleiðingu á stefnumörkun fyrirtækja. Hún á einnig sæti í stjórnum eftirfarandi félaga:  Íslenskar Heilsulindir ehf., Bláa Lónið Heilsuvörur ehf., Eldvörp ehf., Vænting ehf., Jarðvangur ehf., Hraunsetur ehf. og Blue Lagoon NL B.V.  Þórey tók sæti í stjórn Festi í mars 2020.

Þórey G. Guðmundsdóttir

Þórey G. Guðmundsdóttir

Stjórnarmaður

Þórey G. Guðmundsdóttir er með Cand.oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Þórey er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa Lónsins hf. en hún hóf störf árið 2013 og hefur frá byrjun tekið virkan þátt í stefnumótun félagsins og setið í framkvæmdastjórn þess. Mikil innviðauppbygging hefur átt sér stað á undanförnum árum til að styðja við markmið og vöxt Bláa Lónsins. Innleiðing netbókana, uppbygging gagnavöruhús, innleiðing á nýju viðskiptakerfi og aukin notkun stafrænna ferla eru verkefni hún hefur leitt hjá félaginu.  Þórey átti sæti í byggingarnefnd Bláa Lónsins á árunum 2015-2018 en á því tímabili stóðu yfir framkvæmdir við The Retreat sem er hágæða hótel og spasvæði við Bláa Lónið.  Árin 2012-2013 var Þórey forstöðumaður hagdeildar Samskipa og árin 2004-2011 var hún forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi Fjárfestingabanka en á tímabili var starfssemi bankans í fjórum löndum. Hún starfaði sem aðstoðarmaður og staðgengill rekstar- og fjármálastjóra Alþingis 1999-2000 og hjá KPMG Endurskoðun hf. árin 1995-1999. Þórey situr í stjórn DecideAct A/S, félags skráðu á Nasdaq First North í Danmörku, sem sérhæfir sig innleiðingu á stefnumörkun fyrirtækja. Hún á einnig sæti í stjórnum eftirfarandi félaga:  Íslenskar Heilsulindir ehf., Bláa Lónið Heilsuvörur ehf., Eldvörp ehf., Vænting ehf., Jarðvangur ehf., Hraunsetur ehf. og Blue Lagoon NL B.V.  Þórey tók sæti í stjórn Festi í mars 2020.

Framkvæmdastjórn

Eggert Þór Kristófersson

Eggert Þór Kristófersson

Forstjóri

Eggert er fæddur árið 1970. Á árunum 1995-1997 starfaði hann hjá VÍB hf. sem ráðgjafi í einstaklingsþjónustu. Eggert var forstöðumaður sölu og þjónustu hjá Lánasýslu ríkisins 1997-1999 og starfaði hjá Íslandsbanka-FBA og Íslandsbanka hf. 2000-2004 þar sem hann bar ábyrgð á skuldabréfastöðu bankans í eigin viðskiptum. Á árunum 2005-2007 var Eggert framkvæmdastjóri rekstrarfélags verðbréfasjóða Íslandsbanka og síðar Glitnis banka hf. Árið 2008 starfaði Eggert sem framkvæmdastjóri eignastýringar Glitnis banka á Íslandi og í Finnlandi en ári síðar gekk hann til liðs við fjárfestingarfélagið Sjávarsýn ehf. þar sem hann gegndi starfi framkvæmdastjóra. Eggert tók við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs N1 í júní árið 2011 og starfi forstjóra Festi (áður N1) í febrúar 2015. Eggert er stjórnarformaður Malik Supply A/S, Nordic Marine Oil, ELKO ehf., N1 ehf., Bakkans ehf., Festi Fasteigna ehf. og Krónunnar ehf. Hann er með Cand.oecon. gráðu frá endurskoðunarsviði viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og er jafnframt löggiltur verðbréfamiðlari.

Eggert Þór Kristófersson

Eggert Þór Kristófersson

Forstjóri

Eggert er fæddur árið 1970. Á árunum 1995-1997 starfaði hann hjá VÍB hf. sem ráðgjafi í einstaklingsþjónustu. Eggert var forstöðumaður sölu og þjónustu hjá Lánasýslu ríkisins 1997-1999 og starfaði hjá Íslandsbanka-FBA og Íslandsbanka hf. 2000-2004 þar sem hann bar ábyrgð á skuldabréfastöðu bankans í eigin viðskiptum. Á árunum 2005-2007 var Eggert framkvæmdastjóri rekstrarfélags verðbréfasjóða Íslandsbanka og síðar Glitnis banka hf. Árið 2008 starfaði Eggert sem framkvæmdastjóri eignastýringar Glitnis banka á Íslandi og í Finnlandi en ári síðar gekk hann til liðs við fjárfestingarfélagið Sjávarsýn ehf. þar sem hann gegndi starfi framkvæmdastjóra. Eggert tók við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs N1 í júní árið 2011 og starfi forstjóra Festi (áður N1) í febrúar 2015. Eggert er stjórnarformaður Malik Supply A/S, Nordic Marine Oil, ELKO ehf., N1 ehf., Bakkans ehf., Festi Fasteigna ehf. og Krónunnar ehf. Hann er með Cand.oecon. gráðu frá endurskoðunarsviði viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og er jafnframt löggiltur verðbréfamiðlari.

Magnús Kr. Ingason

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Magnús er fæddur árið 1970.  Hann starfaði sem ráðgjafi og endurskoðandi hjá KPMG á árunum 1994-1998. Í upphafi árs 1999 tók hann við stöðu forstöðumanns bókhalds hjá Flugleiðum og starfaði sem slíkur þar til í upphafi árs 2003 að hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Fjárvakurs – Icelandair Shared Services, nýstofnaðs dótturfélags Flugleiða sem byggði á grunni fjármáladeilda félagsins. Félagið þjónustaði öll félögin innan Icelandair Group og mörg meðalstór og stór félög á Íslandi á sviði reikningsskila, innheimtu- og greiðsluþjónustu, launavinnslu, stjórnendaupplýsinga, skattaráðgjafar o.fl. Magnús gegndi starfinu þar til um mitt ár 2019. Þá tóku við ráðgjafastörf fyrir Icelandair Group við uppbyggingu fjármálasviðs flugfélags á Grænhöfðaeyjum fram til ársloka 2019. Magnús hóf störf sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi í ársbyrjun 2020. Hann hefur setið í stjórn ýmissa félaga og situr nú í stjórnum dótturfélaga Festi. Hann er með Cand.oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi.

Magnús Kr. Ingason

Magnús Kr. Ingason

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Magnús er fæddur árið 1970.  Hann starfaði sem ráðgjafi og endurskoðandi hjá KPMG á árunum 1994-1998. Í upphafi árs 1999 tók hann við stöðu forstöðumanns bókhalds hjá Flugleiðum og starfaði sem slíkur þar til í upphafi árs 2003 að hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Fjárvakurs – Icelandair Shared Services, nýstofnaðs dótturfélags Flugleiða sem byggði á grunni fjármáladeilda félagsins. Félagið þjónustaði öll félögin innan Icelandair Group og mörg meðalstór og stór félög á Íslandi á sviði reikningsskila, innheimtu- og greiðsluþjónustu, launavinnslu, stjórnendaupplýsinga, skattaráðgjafar o.fl. Magnús gegndi starfinu þar til um mitt ár 2019. Þá tóku við ráðgjafastörf fyrir Icelandair Group við uppbyggingu fjármálasviðs flugfélags á Grænhöfðaeyjum fram til ársloka 2019. Magnús hóf störf sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi í ársbyrjun 2020. Hann hefur setið í stjórn ýmissa félaga og situr nú í stjórnum dótturfélaga Festi. Hann er með Cand.oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi.

Magnús Kr. Ingason
Kolbeinn Finnsson

Kolbeinn Finnsson

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs

Kolbeinn er fæddur árið 1964 og er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hann á að baki langan starfsferil hjá N1 og forvera félagsins, Olíufélaginu hf. Kolbeinn starfaði á fjármálasviði Olíufélagsins hf. 1987-1991 og var deildarstjóri hagdeildar 1991-2001. Árin 2001-2007 var Kolbeinn starfsmannastjóri og yfirmaður upplýsingatæknimála ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn félagsins. Árið 2007 tók Kolbeinn svo við starfi framkvæmdastjóra starfsmannasviðs N1, en nafni sviðsins var breytt á árinu 2015 í rekstrarsvið. Rekstrarsvið Festi sinnir stoðþjónustu og ber ábyrgð á upplýsingatækni, framkvæmdum, gæða-, umhverfis- og öryggismálum ásamt mannauðsmálum.

Kolbeinn Finnsson

Kolbeinn Finnsson

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs

Kolbeinn er fæddur árið 1964 og er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hann á að baki langan starfsferil hjá N1 og forvera félagsins, Olíufélaginu hf. Kolbeinn starfaði á fjármálasviði Olíufélagsins hf. 1987-1991 og var deildarstjóri hagdeildar 1991-2001. Árin 2001-2007 var Kolbeinn starfsmannastjóri og yfirmaður upplýsingatæknimála ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn félagsins. Árið 2007 tók Kolbeinn svo við starfi framkvæmdastjóra starfsmannasviðs N1, en nafni sviðsins var breytt á árinu 2015 í rekstrarsvið. Rekstrarsvið Festi sinnir stoðþjónustu og ber ábyrgð á upplýsingatækni, framkvæmdum, gæða-, umhverfis- og öryggismálum ásamt mannauðsmálum.

Gestur Hjaltason

Framkvæmdastjóri ELKO

Gestur er fæddur árið 1956. Hann hefur víðtæka reynslu af smásölumarkaði. Á árunum 1996-2002 starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Höfn Þríhyrningi á Suðurlandi. Gestur hefur verið framkvæmdastjóri ELKO frá árinu 2002 en þar áður var hann m.a. framkvæmdastjóri IKEA í 12 ár og verslunarstjóri hjá Hagkaup í 8 ár. Gestur er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík.

Gestur Hjaltason

Gestur Hjaltason

Framkvæmdastjóri ELKO

Gestur er fæddur árið 1956. Hann hefur víðtæka reynslu af smásölumarkaði. Á árunum 1996-2002 starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Höfn Þríhyrningi á Suðurlandi. Gestur hefur verið framkvæmdastjóri ELKO frá árinu 2002 en þar áður var hann m.a. framkvæmdastjóri IKEA í 12 ár og verslunarstjóri hjá Hagkaup í 8 ár. Gestur er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík.

Gestur Hjaltason
Ásta Sigríður Fjeldsted

Ásta Sigríður Fjeldsted

Framkvæmdastjóri Krónunnar

Ásta Sigríður er fædd árið 1982. Á árunum 2007-2012 starfaði Ásta Sigríður hjá IBM í Danmörku og stoðtækjaframleiðandanum Össuri hf., bæði í Frakklandi og á Íslandi. Frá árinu 2012 til ársins 2017 starfaði hún fyrir ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company, bæði á skrifstofum þess í Tókýó og Kaupmannahöfn, þar sem hún leiddi fjölda smærri og stærri greininga-, umbóta- og umbreytingaverkefna. Frá árinu 2017 starfaði hún sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ásta Sigríður tók við sem framkvæmdastjóri Krónunnar 1. október 2020. Hún situr í stjórn Háskólans í Reykjavík og í fyrirtækjaráði UNICEF á Íslandi. Ásta Sigríður er vélaverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá DTU, Tækniháskólanum í Danmörku.

Ásta Sigríður Fjeldsted

Ásta Sigríður Fjeldsted

Framkvæmdastjóri Krónunnar

Ásta Sigríður er fædd árið 1982. Á árunum 2007-2012 starfaði Ásta Sigríður hjá IBM í Danmörku og stoðtækjaframleiðandanum Össuri hf., bæði í Frakklandi og á Íslandi. Frá árinu 2012 til ársins 2017 starfaði hún fyrir ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company, bæði á skrifstofum þess í Tókýó og Kaupmannahöfn, þar sem hún leiddi fjölda smærri og stærri greininga-, umbóta- og umbreytingaverkefna. Frá árinu 2017 starfaði hún sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ásta Sigríður tók við sem framkvæmdastjóri Krónunnar 1. október 2020. Hún situr í stjórn Háskólans í Reykjavík og í fyrirtækjaráði UNICEF á Íslandi. Ásta Sigríður er vélaverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá DTU, Tækniháskólanum í Danmörku.

Hinrik Örn Bjarnason

Framkvæmdastjóri N1

Hinrik er fæddur árið 1972. Hann starfaði sem sölustjóri hjá SÍF hf. og dótturfélögum 1998-2003, m.a. í tvö ár í Englandi. Í upphafi árs 2003 tók Hinrik við starfi forstöðumanns útflutningssviðs Samskipa og gegndi því til 2007. Árin 2007-2008 starfaði hann hjá Landsbankanum sem yfirmaður erlends sjávarútvegsteymis bankans sem sá m.a. um fjármögnun á alþjóðlegum sjávarútvegsfyrirtækjum. Frá 2009 og þar til í janúar 2013 starfaði Hinrik í Hamborg sem framkvæmdastjóri Eimskips í Þýskalandi. Hinrik hóf störf sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá N1 um miðjan janúar 2013. Hinrik tók við starfi sem framkvæmdastjóri N1, 1. janúar 2019. Hinrik er í stjórn G2 Brenna Holdings Ltd og Íslensku Matvælafabrikunnar (IMF). Hinrik er einnig framkvæmdastjóri Íslenskrar Orkumiðlunar (IOM) sem er 100% í eigu N1. Hann er með Cand.oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Hinrik Örn Bjarnason

Hinrik Örn Bjarnason

Framkvæmdastjóri N1

Hinrik er fæddur árið 1972. Hann starfaði sem sölustjóri hjá SÍF hf. og dótturfélögum 1998-2003, m.a. í tvö ár í Englandi. Í upphafi árs 2003 tók Hinrik við starfi forstöðumanns útflutningssviðs Samskipa og gegndi því til 2007. Árin 2007-2008 starfaði hann hjá Landsbankanum sem yfirmaður erlends sjávarútvegsteymis bankans sem sá m.a. um fjármögnun á alþjóðlegum sjávarútvegsfyrirtækjum. Frá 2009 og þar til í janúar 2013 starfaði Hinrik í Hamborg sem framkvæmdastjóri Eimskips í Þýskalandi. Hinrik hóf störf sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá N1 um miðjan janúar 2013. Hinrik tók við starfi sem framkvæmdastjóri N1, 1. janúar 2019. Hinrik er í stjórn G2 Brenna Holdings Ltd og Íslensku Matvælafabrikunnar (IMF). Hinrik er einnig framkvæmdastjóri Íslenskrar Orkumiðlunar (IOM) sem er 100% í eigu N1. Hann er með Cand.oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Hinrik Örn Bjarnason