Ársskýrsla Festi
2020

Forsíðu mynd

Fjárhagsy­fir­lit

Lyk­iltö­lutafla

Rekstrarreikningur20202019201820172016
Heildarvelta86.259.69886.741.40659.707.61235.050.29534.138.629
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA)7.056.5427.605.2424.627.7603.535.3653.624.845
Rekstarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT)4.428.6815.198.4773.218.7152.528.4764.175.249
Hagnaður ársins fyrir skatta (EBT)2.777.7573.370.8322.476.5152.523.6934.153.589
Hagnaður ársins2.266.3032.795.5482.058.6692.070.9673.378.017
Efnahagsreikningur
Eignir samtals83.364.54481.244.34377.799.07327.656.41825.622.261
Eigið fé samtals29.783.62528.688.24425.969.84613.811.77912.571.949
Vaxtaberandi skuldir32.548.58033.380.15437.313.5638.000.0007.008.905
Nettó vaxtaberandi skuldir29.985.63828.011.40033.046.6385.199.9184.742.470
Sjóðsstreymi
Handbært fé frá rekstri2.562.9425.368.7543.825.1072.375.7903.478.115
Fjárfestingahreyfingar samtals-3.416.712477.705-13.734.045-2.268.133-991.741
Fjármögnunarhreyfingar samtals-3.799.964-4.961.10111.342.856392.601 -2.697.91
Handbært fé í árslok2.562.9425.368.7544.266.9252.800.0822.266.435
Kennitölur
Framlegð í prósentu af vörusölu24,0%23,8%23,3%28,9%33,2%
EBITDA hlutfall af heildarveltu8,2%8,8%7,8%10,1%10,6%
Arðsemi eigin fjár7,8%10,2%11,0%16,1%39,2%
Innra virði hlutafjár92,1887,3178,8055,2550,29
Eiginfjárhlutfall35,7%35,3%33,4%49,9%49,1%
Veltufjárhlutfall1,101,191,111,961,59
Lausafjárhlutfall (veltufjármunir - birgðir)/skammtímaskuldir0,580,670,581,300,97
Fjárfestingar ársins3.842.3432.257.7561.715.1752.525.4091.200.724

Hluthafaupplýsingar og fjárfestatengsl

Festi hf. er skráð á aðallista NASDAQ OMX Iceland undir merkinu FESTI. N1 var skráð á markað í desember 2013 en í júní 2017 kaupir fyrirtækið Festi og var nafninu þá breytt í Festi. Markmið fjárfestatengsla Festi er að veita markaðnum upplýsingar þannig að hlutabréfaverð fyrirtækisins endurspegli ávallt gangvirði þess. Til að ná því markmiði er stefnt að því að veita fjárfestum og greiningaraðilum nákvæmar fjárhags- og fyrirtækjaupplýsingar á réttum tíma. Hlutabréfaverð Festi stóð í 172,5 kr. í lok árs 2020.

Hlutafé

Í lok árs 2020 var fjöldi hluta í Festi 332.699.999 og markaðsvirði á hlut stóð í 172,5. Markaðsvirði félagsins í lok árs 2020 var því 57,4 milljarðar kr.

Aukning á árinu

Þann 28. maí 2020 tilkynnti Festi um samþykkt stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins með útgáfu 3.126.086 nýrra hluta í Festi hf. í samræmi við heimild sem aðalfundur félagsins veitti stjórn hinn 23. mars 2020. Hluthafar féllu frá forkaupsrétti og voru hlutirnir afhentir Sjávarsýn ehf., 1.011.381 hlutur, Betelgás ehf., 1.011.381 hlutur, Ísfélagi Vestmannaeyja hf., 551.662 hlutur og Kaupfélagi Skagfirðinga svf., 551.662 hlutur, í samræmi við kaupsamning aðila  frá 1. mars 2020 um kaup á öllu hlutafé Íslenskrar Orkumiðlunar hf. og samþykkt aðalfundar Festi.

Endurkaup á árinu

Á aðalfundi Festi hf. árið 2019 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins. Á grundvelli samþykktarinnar tók stjórn Festi hf. ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Fyrir kaupin átti Festi 1.000.000 hluti eða 0,3% af útgefnu hlutafé. Keyptir voru 4.645.407 eigin hlutir í mars 2020 en eftir kaupin átti Festi því 5.645.407 hluti eða 1,7% af útgefnu hlutafé.

Á aðalfundi Festi hf., sem haldinn var 23. mars 2020, var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins. Markmið áætlunarinnar var að lækka útgefið hlutafé félagsins. Á grundvelli þessarar heimildar voru 3.963.969 hlutir keyptir í október og nóvember 2020. Í lok árs 2020 átti Festi því 9.609.376 hluti eða 2,9% af útgefnum hlutum.

VikaKeyptir hlutirKaupverð í þús. kr.
10 2.157.876 268.989
11 2.157.876 242.037
12 329.655 32.635
41 650.000 94.976
42 750.000 112.500
43 750.000 115.050
44 750.000 114.638
45 750.000 114.094
46 313.969 48.744
Samtals 8.609.376 1.143.664

Afkoma hlutabréfa

Hlutabréfaverð Festi var 129,5 kr. í ársbyrjun 2020 og fór hæst í 172,5 í lok árs. Hlutabréfaverðið hækkaði því um 33,2% á árinu 2020.

Þróun hlutabréfaverðs Festi og magn viðskipta á árinu 2020

20202019201820172016
Markaðsvirði (‘000)57.390.750 42.679.822 38.065.787 28.500.000 32.250.000
Markaðsvirði á hlut í árslok 172,5 129,5 115,5 114,0 129,0
Hæsta lokunarverð 172,5 134,5 131,5 145,0 133,5
Lægsta lokunarverð 103,0 106,0 103,0 105,5 46,4
Fjöldi útgefinna hluta (‘000)332.700329.574 329.574250.000250.000

Seljanleiki hlutabréfa

Festi hefur gert samninga við Íslandsbanka og Arion banka um að annast viðskiptavakt fyrir eigin reikning gegn þóknun frá félaginu. Bankarnir munu samkvæmt samningunum setja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf útgefin af félaginu alla viðskiptadaga í viðskiptakerfi NASDAQ OMX Iceland. Skal fjárhæð hvers tilboðs að lágmarki vera kr. 150.000 að nafnvirði á gengi sem ISB/Arion banki ákveða, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Hámarksverðbil kaup- og sölutilboða er 1,5%. Eigi ISB/Arion banki viðskipti með bréf félagsins fyrir 1.200.000 að nafnvirði eða meira í sjálfvirkri pörun innan dags, sem fer um veltubók ISB/Arion banka, falla niður skyldur um hámarksverðbil kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 10,0% er ISB/Arion banka heimilt að tvöfalda hámarksverðbil milli kaup-og sölutilboða tímabundið þann daginn.

Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í Kauphöll Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Lykilhlutföll

Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut í krónum var 6,95 árið 2020. Innra virði hlutafjár var 92,2 kr. í árslok 2020 og V/H hlutfallið 24,8 samanborið við 15,3 í árslok 2019. V/I hlutfallið var 1,9 samanborið við 1,5 frá árinu áður. Fjöldi hluhafa í árslok 2020 var 880 og fjölgaði um 85 á árinu.

20202019201820172016
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut í krónum6,958,497,448,289,74
Innra virði hlutafjár 92,2 87,3178,8055,2550,29
V/H hlutfall 24,8 15,3 15,5 13,8 13,2
V/I hlutfall 1,9 1,5 1,5 2,1 2,6
Fjöldi hluthafa8807959151.1581.171

Hluthafar

Hluthafar félagsins í lok árs 2020 voru 880 en þeir voru 795 í upphafi ársins og fjölgaði því um 85 á árinu. Í árslok 2020 þá áttu 1% hluthafa 58,1% af hlutafé félagsins.

Dreifing eignahlutaFjöldi hluthafa%Hlutir%
1 - 100.000782 88,9%6.422.563 2,0%
100.001 - 1.000.00062 7,0%20.604.6176,4%
1.000.001 - 10,000,000273,1%108.154.29933,5%
10.000.001 - 100.000.00070,8%118.359.48236,6%
100.000.001 +20,2%69.549.66221,5%
Total880100,0%332.090.623100,0%

20 stærstu hlutha­far 31. de­sem­ber 2020

NafnHlutafé í þús. kr. %
Lífeyrissjóður verslunarmanna 37.220 11,5%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A -, B - og S - deild33.800 10,5%
Gildi - lífeyrissjóður 32.672 10,1%
Stefnir - ÍS 5, ÍS 15 21.979 6,8%
Stapi lífeyrissjóður 21.710 6,7%
Birta lífeyrissjóður 19.177 5,9%
Almenni lífeyrissjóðurinn 15.866 4,9%
Frjálsi lífeyrissjóðurinn 11.609 3,6%
Festa - lífeyrissjóður 11.221 3,5%
Brú, lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 10.195 3,2%
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 9.142 2,8%
Lífsverk lífeyrissjóður 9.119 2,8%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 9.053 2,8%
Landsbréf 7.480 2,3%
Vátryggingafélag Íslands hf. 6.856 2,1%
Stormtré ehf. 6.501 2,0%
Júpíter 4.516 1,4%
Brekka Retail ehf. 4.345 1,3%
Íslandssjóðir 3.596 1,1%
Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar 3.220 1,0%
279.27786,4%
Aðrir hluthafar43.81413,6%
323.091100%

Arðgreiðslur

Á aðalfundi félagins þann 23.mars 2020 var tekin ákvörðun um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2019. Arður var greiddur til hluthafa þann 2.september 2020 að fjárhæð 648 millj. kr.

Fjárfestatengsl

Markmið fjárfestatengsla Festi er að veita markaðinum upplýsingar þannig að hlutabréfaverð fyrirtækisins endurspegli ávallt gangvirði fyrirtækisins. Til að ná því markmiði er stefnt að því að veita fjárfestum og greiningaraðilum nákvæmar fjárhags- og fyrirtækjaupplýsingar á réttum tíma.

Markmiðið er að gefa upp fjárhags- og fyrirtækjaupplýsingar og veita fjárfestum og greiningaraðilum nauðsynlega innsýn til að mynda faglegt álit á fyrirtækinu og horfum þess.

Fyrirtækið fer að gildandi lögum og kröfum samkvæmt reglum og leggur viðeigandi upplýsingar fram með tilkynningum til NASDAQ OMX Iceland.

Á heimasíðu félagsins, www.festi.is, eru að finna upplýsingar fyrir fjárfesta og greiningaraðila. Á síðunni eru upplýsingar um lykiltölur, árs- og árshlutareikninga, afkomutilkynningar, fjárfestakynningar, aðalfundi, stærstu hluthafa, hlutabréfaverð, fréttir úr kauphöll, fjárhagsdagatal og fleira.

Fjárhags­da­gatal

Árshlutauppgjör 1F 2021Árshlutauppgjör 2F 2021Árshlutauppgjör 3F 2021Ársuppgjör 4F 2021Aðalfundur 2021
28.apr 202128.júl 202128.okt 20214.feb 20222.mar 2022

Fjárhagsleg frammistaða árið 2020

Rekstur samstæðunnar gekk ágætlega á árinu 2020 þrátt fyrir neikvæð áhrif COVID-19 heimsfaraldursins á reksturinn í heild. Áhrif faraldursins á félög samstæðunnar voru ólík þar sem sala jókst á dagvöru- og raftækjamarkaði á meðan sala minnkaði á eldsneyti og sölu á veitingum á þjónustustöðvum félagsins hringinn í kringum landið. Samstæðan nýtti sér ekki úrræði stjórnvalda varðandi þátttöku í launakostnaði á uppsagnarfresti, vegna minnkunar á starfshlutfalli eða önnur úrræði stjórnvalda sem í boði voru.

Krónan opnaði þrjár nýjar dagvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu á árinu auk þess sem heimsendingar hófust gegnum Snjallverslun Krónunnar. ELKO opnaði nýja verslun með raftæki á Akureyri í nóvember auk þess sem verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar voru endurbættar. Þá opnaði N1 nýja fyrirtækjaverslun á Akureyri í lok sumars auk þess sem fyrirtækjaverslun var opnuð á vefnum undir lok ársins. Þá hóf N1 sölu á raforku með kaupum á Íslenskri orkumiðlun þann 1. júní síðastliðinn.

Afkoma

Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2020 námu 87.918 millj. kr. samanborið við 86.842 millj. kr. árið áður sem er um 1,2% hækkun milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar (EBITDA) nam 7.057 millj. kr. samanborið við 7.605 millj. kr. árið áður og lækkaði um 7,2% milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam 4.429 millj. kr. samanborið við 5.198 millj. kr. sem er 14,8% lækkun milli ára.  Hrein fjármagnsgjöld námu 1.651 millj. kr. samanborið við 1.828 millj. árið áður.

Hagnaður Festi árið 2020 nam 2.266 millj. kr. samanborið við 2.796 millj. kr. árið 2019. Heildarafkoma ársins nam 2.481 millj. kr. samanborið við 2.850 millj. kr. árið áður. Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut í krónum nema 6,95 kr. árið 2020 samanborið við 8,49 kr. árið áður.

20202019Breyting
Rekstrartekjur87.917.99586.842.2911,2%
Rekstrarkostnaður15.285.86514.441.3895,8%
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar (EBITDA)7.056.5427.605.242-7,2%
Rekstrarhagnaður (EBIT)4.428.6815.198.477-14,8%
Hagnaður ársins2.266.3032.795.548-18,9%

Framlegð, EBITDA og EBITDA/Framlegð

Rekstrartekjur

Rekstrartekjum er skipt upp í vöru- og þjónustusölu annars vegar og aðrar rekstrartekjur hins vegar.  Vöru- og þjónustusala ársins 2020 nam 86.260 millj. kr. samanborið við 84.991 millj. kr. árið 2019 sem er 1,5% hækkun milli ára. Áhrif COVID-19 heimsfaraldursins voru umtalsverð á árinu þar sem sala jókst á dagvöru- og raftækjamarkaði en sala á eldsneyti og veitingum á þjónustustöðvum félagsins dróst saman. Sala á dagvörum nam 47.680 millj. kr. og jókst um 15,7% milli ára. Eldsneytis- og raforkusala nam 18.639 millj. kr. og minnkaði um 28,5% milli ára. Sala raftækja nam 12.941 millj. kr., jókst um 18,6% milli ára og sala á öðrum vörum nam 7.000 millj. kr. og jókst um 3,1% milli ára.

Vöru og þjónustusala20202019Breyting
Dagvörur 47.679.540 41.204.977 15,7%
Eldsneyti og raforka 18.638.945 26.085.259 -28,5%
Raftæki 12.941.243 10.911.358 18,6%
Annað 6.999.970 6.789.768 3,1%
Vöru- og þjónustusala samtals 86.259.698 84.991.362 1,5%

Vöru og þjónustusala

Vöru og þjónustusala

Aðrar rekstrartekjur námu 1.658 millj. kr. og lækkuðu um 10% milli ára. Meginástæða lækkunar tekna er söluhagnaður rekstrarfjármuna sem var enginn árið 2020 en var 0,2 millj. kr. árið 2019.

Aðrar rekstrartekjur20202019Breyting
Leigusala fasteigna 751.180 772.595 -2,8%
Vöruhúsaþjónusta 337.585 404.672 -16,6%
Umboðslaunatekjur 260.985 216.156 20,7%
Aðrar rekstrartekjur 308.547 457.506 -32,6%
Aðrar rekstrartekjur samtals 1.658.297 1.850.929 -10,4%

Heildarvelta og EBITDA/Heildarvelta

Rekstrarkostnaður

Rekstrarkostnaður ársins 2020 nam 15.286 millj. kr. samanborið við 14.441 millj. kr. sem er hækkun um 5,8% milli ára. Laun og annar starfsmannakostnaður nam 10.521 millj. kr. samanborið við 9.953 millj. kr. árið 2019, sem er 5,7% hækkun. Stöðugildin á árinu 2020 voru 1.145 samanborin við 1.158 árið 2019 og hækkaði meðal starfsmannakostnaður um 6,9% milli ára. Viðbótar starfsmannakostnaður á árinu 2020 vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins nam 258 millj. kr.

Annar rekstrarkostnaður nam 4.765 millj. kr. samanborið við 4.489 millj. kr. sem er 6,2% aukning milli ára. Viðbótar rekstrarkostnaður á árinu 2020 vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins nam 136 millj. kr.

Rekstrarkostnaður20202019Breyting
Laun og annar starfsmannakostnaður10.520.9309.952.5615,7%
Rekstrarkostnaður fasteigna 1.530.3081.537.735-0,5%
Viðhaldskostnaður671.762578.65616,1%
Sölu- og markaðskostnaður990.536994.029-0,4%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður476.961460.1463,7%
Samskiptakostnaður652.893592.91810,1%
Vátrygginga og tjónakostnaður154.19782.87586,1%
Annar kostnaður269.806171.56757,3%
Kostnaður vegna kaupa á Hlekk ehf.18.47270.902-73,9%
Rekstrarkostnaður samtals15.285.86514.441.3895,8%

Heildarlaun/Heildarvelta

Rekstrarkostnaður/Rekstrartekjur

Efnahagsreikningur

Eignir samstæðunnar námu 83.365 millj. kr. í árslok 2020 samanborið við 81.244 millj. kr. árið áður. Eigið fé í lok árs 2020 nam 29.784 millj. kr. en var 28.688 millj. kr. í lok árs 2019. Eiginfjárhlutfall var 35,7% í lok árs 2020 samanborið við 35,3% í lok árs 2019. Í lok árs 2020 voru heildarskuldir 53.581 millj. kr. samanborið við 52.556 millj. kr. í lok árs 2019.

Eignir

Fastafjármunir

Fastafjármunir námu alls 67.258 millj. kr. samanborið við 63.704 millj. kr. sem er 3.554 millj. kr. aukning frá árinu áður. Viðskiptavild nam 14.668 millj. kr. sem er aukning um 598 millj. kr. milli ára. Aukningin skýrist af kaupum á Íslenskri orkumiðlun og kaupum á nýrri verslun sem opnuð var á Hallveigarstíg í Reykjavík á árinu. Rekstrarfjármunir námu 32.297 millj. kr. sem er aukning um 864 millj. kr. milli ára. Auk endurbóta voru opnaðar þrjár nýjar verslanir á árinu á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Leigueignir námu 5.420 millj. kr. sem er aukning um 1.557 millj. kr. milli ára. Aukning vegna nýrra leigusamninga nam 1.214 millj. kr. Fjárfestingarfasteignir námu 7.467 millj. kr. sem er aukning um 113 millj. kr. milli ára. Fjárfestingarfasteignir eru fasteignir sem leigðar eru út til félaga utan samstæðunnar og eru eignirnar metnar að gangvirði.

Fastafjármunir20202019Breyting
Viðskiptavild14.668.26414.070.4634,2%
Aðrar óefnislegar eignir4.971.3384.649.8506,9%
Rekstrarfjármunir32.297.37931.433.7572,7%
Leigueignir5.419.5663.862.18240,3%
Fjárfestingarfasteignir7.466.9947.354.4681,5%
Eignahlutir í hlutdeildarfélögum2.149.6821.952.34910,1%
Eignahlutir í öðrumfélögum12.760109.059-88,3%
Langtímakröfur271.713271.989-0,1%
Fastafjármunir samtals67.257.69663.704.1175,6%

Veltufjármunir

Veltufjármunir námu alls 16.107 millj. kr. samanborið við 17.540 millj. kr. sem er 1.433 millj. kr. lækkun frá árinu áður. Vörubirgðir námu 7.668 millj. kr. eða 10 millj. kr. lægri en árið áður. Viðskiptakröfur námu 4.924 millj. kr. sem er 1.167 millj. kr. aukning frá árinu áður. Skýringin er sú að undir lok árs 2020 gerði samstæðan nýjan samning við færsluhirði þar sem lengt var í greiðslufresti uppgjöra greiðslukorta gegn lægri þóknunum. Handbært fé í lok árs 2020 nam 2.563 millj. kr. sem er 2.806 millj. kr. lækkun milli ára.

Veltufjármunir20202019Breyting
Birgðir7.668.2627.678.413-0,1%
Viðskiptakröfur4.923.7093.756.32431,1%
Aðrar skammtímakröfur951.935736.73529,2%
Handbærtfé2.562.9425.368.754-52,3%
Veltufjármunir samtals16.106.84817.540.226-8,2%

Eigið fé

Eigið fé samstæðunnar nam 29.784 millj. kr. í árslok 2020 samanborið við 28.688 millj. kr. í árslok 2019. Félagið keypti á árinu 2020 eigin hluti fyrir 1.144 millj. kr., greiddi arð til hluthafa fyrir 648 millj. kr. og gaf út nýtt hlutafé vegna kaupanna á Íslenskri Orkumiðlun fyrir 406 millj. kr. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 35,7% í árslok 2020 samanborið við 35,3% í árslok 2019.

Eigið fé20202019Breyting
Hlutafé323.091328.574-1,7%
Yfirverðsreikningur hlutafjár12.278.38113.010.171-5,6%
Annað bundið eigið fé7.593.3355.815.16130,6%
Óráðstafað eigið fé9.588.8189.534.3380,6%
Eigið fé samtals29.783.62528.688.2443,8%

Skuldir

Langtímaskuldir

Langtímaskuldir námu alls 38.919 millj. kr. samanborið við 37.799 millj. kr. sem er 1.120 millj. kr. aukning frá árinu áður. Skuldir við lánastofnanir námu 29.075 millj. kr. sem er 868 millj. kr. lækkun frá árinu áður. Samstæðan er með bæði verðtryggð og óverðtryggð langtímalán en þau eru öll í íslenskum krónum. Afborganir af lánum námu 1.616 millj. kr. á árinu 2020. Leiguskuldir námu 5.181 millj. kr. sem er 1.595 millj. kr. aukning frá árinu áður. Aukning vegna nýrra leigusamninga nam 1.214 millj. kr.

Langtímaskuldir20202019Breyting
Skuldir við lánastofnanir29.074.80629.942.470-2,9%
Leiguskuldir5.180.5473.585.94944,5%
Tekjuskattsskuldbinding4.663.6684.270.9529,2%
Langtímaskuldir samtals38.919.02137.799.3713,0%

Skammtímaskuldir

Skammtímaskuldir námu alls 14.662 millj. kr. samanborið við 14.757 millj. kr. sem er 95 millj. kr. lækkun frá árinu áður. Þetta er 0,6% lækkun milli ára.

Skammtímaskuldir20202019Breyting
Skuldir við lánastofnanir3.473.7743.437.6841,0%
Leiguskuldir430.085377.61013,9%
Viðskiptaskuldir7.018.9956.803.2363,2%
Aðrar skammtímaskuldir3.739.0444.138.198-9,6%
Skammtímaskuldir Samtals14.661.89814.756.728 -0,6%

Sjóðsstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 4.387 millj. kr. á árinu 2020 og lækkaði um 1.170 millj. kr. frá árinu 2019. Neikvæð einskiptisáhrif vegna nýs samnings við færsluhirði nam um 1.100 millj. kr. þar sem uppgjöri á greiðslukortum er seinkað um 14 daga gegn lægri þóknunum. Fjárfestingarhreyfingar nettó voru neikvæðar um 3.414 millj. kr. en félagið fjárfesti fyrir 3.842 millj. kr. á árinu. Fjármögnunarhreyfingar voru nettó neikvæðar um 3.800 millj. kr. en félagið greiddi arð að fjárhæð 648 millj. kr., keypti eigin bréf fyrir 1.144 millj. kr. og greiddi afborganir af langtímalánum fyrir 1.615 millj. kr. Handbært fé í árslok 2020 nam 2.563 millj. kr. og lækkaði um 2.806 millj. kr. á árinu.

Sjóðsstreymi20202019Breyting
Handbært fé í ársbyrjun 5.368.754 4.266.925 25,8%
Handbært fé frá rekstri 4.386.634 5.556.424 -21,1%
Fjárfestingarhreyfingar-3.413.714 477.705 -814,6%
Fjármögnunarhreyfingar-3.799.964 -4.961.101 -23,4%
(Lækkun) hækkun á handbæru fé-2.827.042 1.073.028 -363,5%
Gengismunur af handbæru fé 21.230 28.801 -26,3%
Handbært fé í árslok 2.562.942 5.368.754 -52,3%

Fjárfestingar

Fjárfestingar ársins 2020 námu 3.842 millj. kr. samanborið við 2.258 millj. kr. árið áður. Fjárfesting ársins greinist í fasteignir fyrir 897 millj. kr., hugbúnað fyrir 740 millj. kr., viðskiptasambönd fyrir 164 millj. kr., vörumerki fyrir 49 millj. kr. og aðra rekstrarfjármuni fyrir 1.992 millj. kr. Meðal helstu verkefna samstæðunnar var opnun þriggja nýrra Krónuverslana á árinu, á Hallveigarstíg og í Austurveri í Reykjavík og við Norðurhellu í Hafnarfirði. Þá voru opnaðar nýjar ELKO og N1 verslanir á Akureyri, nýjar ELKO verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og nýjar eldsneytis- og hleðslustöðvar fyrir N1 víðs vegar um landið. Þá opnuðu Krónan og N1 nýjar vefverslanir og ELKO stórbætti sína vefverslun á árinu. Keypt voru vörumerkin Ísey Skyrbar og Hleðsla sem notuð eru hjá N1.

Fjárfestingar20202019Breyting
Fasteignir 897.251 643.552 39,4%
Hugbúnaður 739.766 574.988 28,7%
Viðskiptasambönd 164.342 25.000 557,4%
Vörumerki 48.816 2.000 2340,8%
Aðrir rekstrarfjármunir 1.992.168 1.012.216 96,8%
3.842.343 2.257.756 70,2%

Fjárfestingar 2020

Fjárfestingar 2020

Framtíðarhorfur

Áhrif COVID-19 heimsfaraldursins voru umtalsverð á rekstur samstæðunnar á árinu 2020. Þrátt fyrir að bólusetning sé nú hafin þá er ljóst að áhrifanna mun gæta með sambærilegum hætti á árinu 2021. Í þessu ástandi hafa aðgerðir stjórnenda miðað að því að halda uppi framleiðni ásamt því að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina. Hvað varðar starf stjórnar þá hefur faraldurinn kallað á aðlögunarhæfni, tíðari fundarhöld og snögg viðbrögð. Það er mat stjórnar og stjórnenda að samstæðan sé vel í stakk búin til þess að takast á við krefjandi aðstæður sem tengjast COVID-19 heimsfaraldrinum hvernig sem á það er litið. Það er trú stjórnenda að félagið hafi alla burði til að ná sínum fjárhagsmarkmiðum um hagnað og vöxt til framtíðar.